Minniháttar jarðskjálftahrina í Költu

Í dag (03-Júní-2017) varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og enginn af þeim jarðskjálftum sem varð hefur náð stærðinni 2,0. Miðað við staðsetningar og dýpi þessara jarðskjálfta þá er líklegt að þarna sé kvika á ferðinni, mesta dýpi sem kom fram var 16,1 km.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur dregið aftur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu í augnablikinu. Í Júní hefst hinsvegar sumar jarðskjálftavirknin í Kötlu og á næstu vikum mun jarðskjálftavirkni væntanlega aukast í Kötlu og gera það fram í Desember þegar aftur fer að draga úr jarðskjálftavirkninni.