Djúpir jarðskjálftar í Trölladyngju

Í dag (08-Júní-2017) komu fram djúpir jarðskjálftar í Trölladyngju. Þessi jarðskjálftahrina er á minna dýpi en aðrir jarðskjálftar og jarðskjálftavirkni sem hefur áður komið fram í Trölladyngju á undanförnum mánuðum. Fyrir nokkrum mánuðum síðan voru jarðskjálftar að koma fram á 28 km dýpi í Trölladyngju en það hefur núna breyst. Í dag komu fram jarðskjálftar á dýpinu 18,6 km og niður á 23,3 km dýpi en þetta þýðir að kvika er á ferðinni undir Trölladyngju og er farin að leita upp. Í Nóvember-2015 kom fram jarðskjálftavirkni rétt fyrir utan Trölladyngju en sú virkni var á 15 til 18 km dýpi en var ekki beint undir Trölladyngju eins og nú er. Ég skrifaði grein um þá virkni og er hægt að lesa hana hérna. Þarna hefur verið önnur jarðskjálftavirkni en yfirleitt í forminu einn til tveir jarðskjálftar í hvert skipti og ég hef ekki skrifað um slíka smávirkni.


Jarðskjálftavirknin í Trölladyngju sem er staðsett norð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Trölladyngju samkvæmt GVP (undir eldgosavirkni í Bárðarbungu) var fyrir 7000 árum síðan. Síðan þá hefur ekki verið nein önnur eldgosavirkni í Bárðarbungu eftir því sem best er vitað. Það hafa verið fleiri eldgos í Dyngjuhálsi en ég held að það svæði sé undir 200 metra jökli og þar eru einnig mjög djúpir jarðskjálftar að eiga sér stað þessa dagana. Það er óljóst hvað er að gerast á þessu svæði og það mun hugsanlega koma í ljós einn daginn.