Grein sem ég skrifaði fyrr í kvöld verður ekki skrifuð á íslensku þar sem efni hennar er orðið úrelt og ég lauk skrifum á ensku greininni um það leiti sem eldgos uppgötvaðist. Hægt er að lesa ensku greinina hérna.
Hérna er stutt yfirlit yfir eldgosið sem er hafið líklega í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu samkvæmt nýjustu upplýsingum. Þessar upplýsingar gæti breyst síðar þegar meira er vitað um eldgosið og upplýsingum safnað. Þessi grein er skrifuð klukkan 03:18 þann 20-Mars-2021.
- Þetta er fyrsta eldgosið í Krýsuvík-Trölladyngjukerfinu síðan árið 1340.
- Samkvæmt Veðurstofunni þá hófst eldgosið klukkan 20:45 en óróinn er varla sjáanlegur á mælum Veðurstofunnar.
- Gossprungan er áætlað að sé um 1 km löng þegar þessi grein er skrifuð með stefnuna suður-vestur og norður-austur.
- Eldgosið er eins og er of lítið til þess að valda nokkru tjóni. Næsti vegur er Suðurstandarvegur en sá vegur er lokaður núna vegna sigs útaf jarðskjálftaskemmdum sem hafa komið fram og sá vegur er einnig í 2,5 km fjarlægð frá upptökum eldgossins.
- Þetta eldgos bendir til þess að ný eldgos gætu hafist á nýjum gossprungum þegar þessu eldgosi er líkur.
- Dalurinn sem hraunið flæðir í gæti fyllst af hrauni ef að eldgosið varir nógu lengi. Næsti dalur við hliðina er álíka djúpur og Geldingadalur og því lítil hætta á að hraunið fari mjög langt.
- Svæðið sem eldgosið er á er mjög erfitt yfirferðar. Jafnvel á bíl.
Þetta eldgos gæti aðeins varað í tvo til þrjá daga eins og það lítur út núna en það er ekki hægt að segja til um það með neinni vissu hvað gerist og staðan gæti breyst án viðvörunnar. Þar sem ekki er hægt að segja til um stöðu mála í þessu eldgosi.
Það er ekki nein góð vefmyndavél af eldgosinu vegna þess að það hófst seint um kvöld á föstudegi og er mjög afskekkt staðsett á Reykjanesinu. Reiknað er að veður verður slæmt í dag (20-Mars) og á morgun (21-Mars) á Reykjanesinu.
Vefmyndavélar – Uppfært klukkan 04:54
Rúv – Beint vefstreymi af eldgosinu – Vogastapi
Beint vefstreymi frá eldstöðvunum – Rúv.is – Nýtt! Þessi vefmyndavél er næst eldgosinu.
Road camera 1
Live from Iceland – Keilir
Live from Iceland – Reykjanes
Grein uppfærð klukkan 03:50. Upplýsingum bætt við og stafsetningarvillur lagaðar.
Grein uppfærð klukkan 04:54. Vefmyndavélum er bætt við.
Grein uppfærð klukkan 14:46. Vefmyndavél frá Rúv bætt við.