Minniháttar jarðskjálftavirkni í Heklu

Í dag (09-Júní-2017) hefur verið lítil jarðskjálftavirkni átt sér stað í Heklu. Stærsti jarðskjálftinn hafði eingöngu stærðina 1,0 og mesta dýpið sem kom fram var 2,2 km.


Jarðskjálftavirknin í Heklu sem er til hægri á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það getur hinsvegar breyst án mikils fyrirvara. Það er hugsanlegt að eldgosavirknin í Heklu sé vegna gufu eða gas sprengingina í eldstöðinni, allavegna á minna dýpi en það er erfiðara að segja til um það þegar komið er á meira dýpi. Þar er líklegra að um sé að ræða gas frekar en gufu að ræða en einnig gæti verið um kviku að ræða.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu.