Jarðskjálftahrina á Vestra brotabeltinu

Sjaldgæf jarðskjálftahrina hefur undanfarna daga verið að eiga sér stað á Vestra brotabeltinu, þetta brotabelti er mjög sjaldan virkt og jarðskjálftahrinu þar eiga það til að vara allt upp í tvö mánuði. Stærðir jarðskjálfta þarna geta farið upp í 5,0 að stærð. Jarðskjálftar í þessari hrinu virðast hafa náð niður á 20 km dýpi, það er þó ekki alveg örugg tala hjá mér (þar sem ég gleymdi að skrá niður dýpi jarðskjálftana síðan á Sunnudag). Þetta brotabelti er staðsett á milli vestra eldgosabeltisins (Langjökull og nágrenni) og Snæfellsnes. Þegar jarðskjálftahrinur eiga sér stað þá geta þeir náð stærðinni 5,0.

150707_2230
Jarðskjálftahrinan í Vestra jarðskjálftabrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög erfitt að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftahrina mun vara, vegna skorts á gögnum um þetta svæði. Ég reikna hinsvegar með að þessi jarðskjálftahrina muni vara í nokkra daga í viðbót hið minnsta. Lengsta jarðskjálftahrina sem ég veit um á vestra brotabeltinu varði í tvo mánuði og þar urðu jarðskjálftar sem náðu stærðinni 4,0.

One Reply to “Jarðskjálftahrina á Vestra brotabeltinu”

  1. Þeir sem sáust þann 6.7.2015 voru á bilinu 5,6-14,8 km dýpi, einn var grunnur á 0,1 km dýpi.

Lokað er fyrir athugasemdir.