Þann 7-Júlí-2015 varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,3. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru smærri. Á þessari stundu virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg þann 7-Júlí-2015. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að frekari jarðskjálfta sé að vænta á þessu svæði fljótlega. Það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slík jarðskjálftahrina færi af stað.