Staðan á Reykjaneshrygg, áframhaldi jarðskjálftavirkni, hætta á eldgosi

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjaneshrygg í dag (01-Júlí-2015) og var stærsti jarðskjálftinn með stærðina 5,0 (upplýsingar frá EMSC er að finna hérna). Jarðskjálftinn sem var næst stærstur var með stærðina 4,8, aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Samtals hafa orðið 35 jarðskjálftar með stærðina 3,0 eða stærri þegar þetta er skrifað. Samtals hafa orðið 504 jarðskjálftar síðan jarðskjálftahrinan hófst á Reykjaneshrygg.

150701_2215
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, grænar stjörnur tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

150701_2215_trace
Jarðskjálftahrinan hefur verið mjög þétt. Þó er farið að draga úr henni núna. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin kemur núna fram í hviðum sem vara í nokkra klukkutíma en liggja svo niðri í 2 – 4 klukkutíma áður en jarðskjálftavirknin eykst á ný. Það er ekki ljóst afhverju jarðskjálftavirknin hagar sér með þessum hætti. Eins og stendur þá er að draga úr jarðskjálftavirkninni en líklegt er að jarðskjálftavirknin aukist aftur á mikillar viðvörunar.

Gult viðvörunarstig vegna hugsanlegs eldgoss

Búið er að hækka viðvörunarstigið fyrir Geirfugladrang og Geirfuglasker upp í gult vegna hættu á eldgosi á þessu svæði. Þessi breyting varð á þeim tíma sem ég var í vinnunni og því gat ég ekki skrifað strax um það. Gul viðvörun þýðir að hætta er á eldgosi á við Eldey, síðasta eldgos á þessu svæði varð árið 1879 samkvæmt upplýsingum sem ég hef safnað og er hægt að lesa hérna (á ensku).

volcano_status.svd.01.07.2015.at.22.24.utc
Gul viðvörun við Eldey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hverjar líkunar eru á eldgosi á þessu svæði ennþá. Ég vonast til þess að það komi betur í ljós á næstu 24 til 48 klukkutímum.