Allt rólegt í íslenskri jarðfræði

Í sumar hefur verið tiltölulega rólegt á Íslandi þegar það kemur að jarðfræði Íslands, bæði í jarðskjálftum og virkni í eldfjöllum. Ástæðan fyrir þessu er sú að virkni á Íslandi gerist í stökkum, þess á milli er mjög rólegt og ég hef mjög lítið til þess að skrifa um. Þar sem þessi bloggsíða skrifar um það sem gerist, frekar en aðrar fræðigreinar á sviði jarðfræðinnar. Þetta hefur verið svo rólegt undanfarið að stundum hafa ekki mælst nema rétt um 100 jarðskjálftar á viku (7 dagar).

130806_1545
Allt rólegt á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir betri upplýsingar um jarðfræði Íslands þá mæli ég með þessari fræðigrein hérna (pdf, enska) eftir Pál Einarsson. Þessa stundina er rólegt á Íslandi og af þeim sökum er ekki mikið fyrir mig að skrifa um á þessari stundu. Það gæti þó breyst án nokkurs fyrirvara ef einhver virkni fer að eiga sér stað.

Facebook síða þessa bloggs

Ég er búinn að setja upp Facebook síðu þessa bloggs, og hægt er að nálgast hana hérna. Ég mun setja inn tilkynningar um nýjar færslur þarna, og þetta mun gera fólki fært að fylgjast með nýjum bloggfærslum án þess að þurfa bæta mér við á Facebook.