Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu ennþá í gangi

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Tjörnesbrotabeltinu fyrir viku síðan er ennþá í gangi. Í dag (30-September-2013) hafa rétt um 1000 jarðskjálftar mælst á Tjörnesbrotabeltinu og ekkert bendir til þess að jarðskjálftahrinunni sé að ljúka.

130930_2015
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur ekki fundist í byggð, enda hafa flestir jarðskjálftar verið undir 2,0 að stærð. Einhverjir jarðskjálftar hafa þó náð stærðinni 2,8. Enginn jarðskjálfti hefur hingað til náð stærðinni 3,0. Það er nauðsynlegt að fylgjast með þróunni þar sem svona jarðskjálftahrinur eru óútreiknanleg-ar með öllu og vonlaust að vita hvað gerist næst.

Jarðskjálfti suður af Heklu

Í kvöld (28-September-2013) klukkan 21:47 varð jarðskjálfti suður af Heklu. Þessi jarðskjálfti mældist með stærðina 2,0 og dýpið var mælt 2,9 km samkvæmt sjálfvirkum mælingum frá Veðurstofu Íslands. Engin merki hafa komið fram eftir þennan jarðskjálfta sem benda til þess að eldgos sé að fara hefjast, engir aðrir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

130928_2155
Jarðskjálftinn suður af Heklu í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er annar jarðskjálftinn í September sem verður innan eldstöðvar kerfis Heklu. Fyrri jarðskjálftinn átti sér stað í toppi Heklu og skrifaði ég um hann hérna. Ég reikna ekki með frekari virkni í Heklu. Það er þó erfitt að vera viss um það þar sem merki þess að eldgos sé að hefjast í Heklu eru illa þekkt í dag, sérstaklega þegar um er að ræða langan fyrirvara í Heklu. Þessi jarðskjálfti kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð og er hægt að sjá hann hérna (uppfærist á 5 mín. fresti).

Áframhaldandi jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Tjörnesbrotabeltinu fyrir tveim dögum síðan heldur áfram (fyrri færsla um jarðskjálftahrinuna er að finna hérna). Það virðist sem að jarðskjálftahrinan hafi verið að vaxa á síðustu klukkutímum talið í fjölda jarðskjálfta. Stærstu jarðskjálftanir hingað til hafa verið með stærðina 2,6 til 2,7 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum hjá Veðurstofu Íslands.

130927_1410
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og er þá hefur ekki neinn af þessum jarðskjálftum fundist í byggð. Það er vegna þess að þessir jarðskjálftar eru ennþá frekar litlir og tiltölulega langt frá byggð (~20 km). Eins og stendur er þessi jarðskjálftahrina að mestu samfelld, þó með smá hléum sem vara ekki lengur en í 1 til 3 klukkutíma. Þessi jarðskjálftahrina stendur ennþá yfir og ég reikna með að verði þannig næstu klukkutímana hið minnsta.

Jarðskjálftar djúpt á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt (26-September-2013) klukkan 01:18 UTC varð jarðskjálfti djúpt á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 5,5 og varð rúmlega 1000 km suður af Íslandi. Sökum fjarlægðar fannst þessi jarðskjálfti ekki. Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

335951.regional.mb.5.5.svd.26-September-2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta varð síðan eftirskjálfti með stærðina 4,6 á sömu slóðum. Upplýsingar um þann jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC. Líklegt er að fleiri minni jarðskjálftar hafi átt sér stað þarna en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælanetum þá hafa þeir ekki mælst á þessum jarðskjálftamælanetum.

Lokun á athugasemdakerfisins

Ég hef ákveðið að fylgja í fótspor Popular Science og lokað á allar athugasemdir á þessu bloggi. Ástæðan hjá mér er ekki mikið af tröllum eins og Popular Science var í vandræðum með. Heldur vegna þess að svo til allar athugasemdir sem ég fæ inn koma frá spam rótbótum sem hafa verið að plaga athugasemdakerfið hjá mér undanfarið og það ástand fer ekkert batnandi þrátt fyrir að ég hafi sett upp auknar varnir gegn rusl-athugasemdum.

Á meðan almenna reglan verður að lokað verður á athugasemdir hjá mér, þá mun ég opna fyrir þær ef svo ber undir og mér finnst þurfa umræðu um eldgos eða jarðskjálftaatburði. Það er mjög lítið um athugasemdir á þessu bloggi þannig að ég veit ekki hversu virkt þetta mun verða hjá mér. Þó mun ég hafa opið fyrir athugasemdir þegar stærri atburðir eiga sér stað á Íslandi.

Nánar um lokun Popular Science um lokun þeirra á athugasemdum.

Why We’re Shutting Off Our Comments (popsci.com)
Popular Science blames ‘trolls’ for comments shut-off (BBC News)
Popular Science ends reader comments, says practice is bad for science (Yahoo! News)

Fyrir þá sem vilja setja inn athugasemdir. Þá er ég með Facebook síðu fyrir þetta blogg hérna og hana er hægt að nota til þess að koma athugasemdum á framfæri.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 22:27 UTC þann 27-September-2013.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (25-September-2013) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina hófst með litlum jarðskjálftum en hefur verið að sækja smá í sig veðrið eftir því sem liðið hefur á daginn. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið hingað til var með stærðina 2,8 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands.

130925_2015
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi eitthvað áfram. Þar sem jarðskjálftahrinur eins og þessar eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu. Þannig að þessi jarðskjálftahrina kemur ekki á óvart í dag. Ef stórir jarðskjálftar eiga sér stað er hægt að sjá þá á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli

Í dag (09-September-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Þetta var minniháttar jarðskjálftahrina og var mjög grunn og var á dýpinu 2,6 til 4,8 km. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

130909_1805
Jarðskjálftahrina í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ekki mikil í Öræfajökli og það gerir þessa jarðskjálftavirkni mjög áhugaverða. Þessa stundina er þetta bara jarðskjálftavirkni og ég reikna ekki með því að neitt annað gerist í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Hugsanlegt er að fleiri jarðskjálftar muni eiga sér stað í Öræfajökli næstu dögum og vikum. Þó er alveg jafn líklegt að ekkert meira muni gerast í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum

Undanfarna daga hefur verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum, sem er eldstöð í Vatnajökli. Jarðskjálftarnir eiga sér stað á tveim sprungum sem virðast hafa stefnuna austur-vestur. Líklega er um að ræða sprungu í eldstöðinni með þessa stefnu, það hefur þó ekki verið ennþá staðfest. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast, en í dag (07-September-2013) mældi ég jarðskjálfta frá Hamrinum og þessi jarðskjálfti sýnist mér hafa merki þess að um væri að ræða jarðskjálfta sem á uppruna sinn í kvikuhreyfingum inni í eldstöðinni Hamrinum. Það hefur þó ekki ennþá verið staðfest og ekki er víst að það verði nokkurntímann staðfest. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,2 og var á dýpinu 4,5 km.

130907_2100
Jarðskjálftavirkni í Hamrinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamrinum átti sér stað þann 11 til 12-Júlí-2011. Það eldgos var minniháttar og fjallaði ég um það hérna (á ensku) og hérna (á ensku). Jarðskjálftavirknin í dag er á sama svæði og það gaus árið 2011. Undanfarin að því eldgosi var talsverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum mánuðina og hugsanlega árin þar á undan. Ég veit ekki hvort að núverandi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi eða ekki, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slík að svo stöddu. Hinsvegar er ekki hægt að útiloka slíkt eins og stendur. Það besta sem er hægt að gera er að fylgjast með stöðu mála í Hamrinum og sjá hvort að einhverjar frekari breytingar muni eiga sér stað í Hamrinum.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum

Þann 05-September-2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og á dýpinu 4,9 km.

130905_2200
Jarðskjálftahrinan í Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eiga sér stað í Esjufjöllum vegna kvikuhreyfinga talið er. Einnig sem að það eru núna fleiri SIL stöðvar á þessu svæði og því mælast þarna minni jarðskjálftar en áður. Fyrir nokkrum árum síðan gat Veðurstofa Íslands eingöngu mælt jarðskjálfta sem voru aðeins stærri en 1,5.

Jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum

Í gær (04-September-2013) áttu sér stað nokkrir jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum sem eru staðsettir í Vatnajökli. Allir þessir jarðskjálftar voru minni en 3.0 að stærð.

Kverkfjöll

Mjög djúpir jarðskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum í gær. Dýpstu jarðskjálftanir voru á 31 km dýpi og 24 km dýpi. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist líklega kvikuhreyfingum innan eldstöðvarkerfis Kverkfjalla.

Grímsfjall

Einn jarðskjálfti mældist í Grímsfjalli í gær. Þessi jarðskjálfti var líklega ísskjálfti frekar en hefðbundinn jarðskjálfti.

Öræfajökull volcano

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Öræfajökli í gær. Dýpi þessara jarðskjálfta var 4 til 5 km. Jarðskjálftar eru ekki mjög algengir í Öræfajökli svo að ég er ekki viss afhverju þessi aukning hefur átt sér stað. Jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu og gæti það útskýrt hluta af þessari aukningu sem er að sjást núna í mældum jarðskjálftum. Fleiri jarðskjálftamælar þýða að smærri jarðskjálftar mælast núna í dag en áður.

Esjufjöll

Í gær voru þrír jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þriðji jarðskjálftinn gæti verið ísskjálfti. Ég er ekki viss um hvort að þetta er raunverulegur jarðskjálfti eða ekki. Venjulega er ekki jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum en fyrir nokkrum árum hófst jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum með jarðskjálftum sem voru með stærðina 2.5 til 3.0, þannig að eitthvað er að gerast í Esjufjöllum þó svo að ég sé ekki viss um hvað það er.

130904_2225
Jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum, Grímsfjall, Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með því að stórir atburðir muni eiga sér stað í Vatnajökli á þessari stundu. Þar sem að núverandi tímabil rólegheita virðist vera ennþá í gangi á Íslandi.