Undanfarna daga hefur verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum, sem er eldstöð í Vatnajökli. Jarðskjálftarnir eiga sér stað á tveim sprungum sem virðast hafa stefnuna austur-vestur. Líklega er um að ræða sprungu í eldstöðinni með þessa stefnu, það hefur þó ekki verið ennþá staðfest. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast, en í dag (07-September-2013) mældi ég jarðskjálfta frá Hamrinum og þessi jarðskjálfti sýnist mér hafa merki þess að um væri að ræða jarðskjálfta sem á uppruna sinn í kvikuhreyfingum inni í eldstöðinni Hamrinum. Það hefur þó ekki ennþá verið staðfest og ekki er víst að það verði nokkurntímann staðfest. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,2 og var á dýpinu 4,5 km.
Jarðskjálftavirkni í Hamrinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamrinum átti sér stað þann 11 til 12-Júlí-2011. Það eldgos var minniháttar og fjallaði ég um það hérna (á ensku) og hérna (á ensku). Jarðskjálftavirknin í dag er á sama svæði og það gaus árið 2011. Undanfarin að því eldgosi var talsverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum mánuðina og hugsanlega árin þar á undan. Ég veit ekki hvort að núverandi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi eða ekki, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slík að svo stöddu. Hinsvegar er ekki hægt að útiloka slíkt eins og stendur. Það besta sem er hægt að gera er að fylgjast með stöðu mála í Hamrinum og sjá hvort að einhverjar frekari breytingar muni eiga sér stað í Hamrinum.