Jarðskjálfti suður af Heklu

Í kvöld (28-September-2013) klukkan 21:47 varð jarðskjálfti suður af Heklu. Þessi jarðskjálfti mældist með stærðina 2,0 og dýpið var mælt 2,9 km samkvæmt sjálfvirkum mælingum frá Veðurstofu Íslands. Engin merki hafa komið fram eftir þennan jarðskjálfta sem benda til þess að eldgos sé að fara hefjast, engir aðrir jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

130928_2155
Jarðskjálftinn suður af Heklu í kvöld. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er annar jarðskjálftinn í September sem verður innan eldstöðvar kerfis Heklu. Fyrri jarðskjálftinn átti sér stað í toppi Heklu og skrifaði ég um hann hérna. Ég reikna ekki með frekari virkni í Heklu. Það er þó erfitt að vera viss um það þar sem merki þess að eldgos sé að hefjast í Heklu eru illa þekkt í dag, sérstaklega þegar um er að ræða langan fyrirvara í Heklu. Þessi jarðskjálfti kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð og er hægt að sjá hann hérna (uppfærist á 5 mín. fresti).