Lokun á athugasemdakerfisins

Ég hef ákveðið að fylgja í fótspor Popular Science og lokað á allar athugasemdir á þessu bloggi. Ástæðan hjá mér er ekki mikið af tröllum eins og Popular Science var í vandræðum með. Heldur vegna þess að svo til allar athugasemdir sem ég fæ inn koma frá spam rótbótum sem hafa verið að plaga athugasemdakerfið hjá mér undanfarið og það ástand fer ekkert batnandi þrátt fyrir að ég hafi sett upp auknar varnir gegn rusl-athugasemdum.

Á meðan almenna reglan verður að lokað verður á athugasemdir hjá mér, þá mun ég opna fyrir þær ef svo ber undir og mér finnst þurfa umræðu um eldgos eða jarðskjálftaatburði. Það er mjög lítið um athugasemdir á þessu bloggi þannig að ég veit ekki hversu virkt þetta mun verða hjá mér. Þó mun ég hafa opið fyrir athugasemdir þegar stærri atburðir eiga sér stað á Íslandi.

Nánar um lokun Popular Science um lokun þeirra á athugasemdum.

Why We’re Shutting Off Our Comments (popsci.com)
Popular Science blames ‘trolls’ for comments shut-off (BBC News)
Popular Science ends reader comments, says practice is bad for science (Yahoo! News)

Fyrir þá sem vilja setja inn athugasemdir. Þá er ég með Facebook síðu fyrir þetta blogg hérna og hana er hægt að nota til þess að koma athugasemdum á framfæri.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 22:27 UTC þann 27-September-2013.