Jarðskjálftar djúpt á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt (26-September-2013) klukkan 01:18 UTC varð jarðskjálfti djúpt á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 5,5 og varð rúmlega 1000 km suður af Íslandi. Sökum fjarlægðar fannst þessi jarðskjálfti ekki. Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

335951.regional.mb.5.5.svd.26-September-2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta varð síðan eftirskjálfti með stærðina 4,6 á sömu slóðum. Upplýsingar um þann jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC. Líklegt er að fleiri minni jarðskjálftar hafi átt sér stað þarna en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælanetum þá hafa þeir ekki mælst á þessum jarðskjálftamælanetum.