Jarðfræði á Íslandi YouTube rás

Ég ákvað að byrja með YouTube rás fyrir Jarðfræði á Íslandi. Þá get ég sett inn upplýsingar um jarðfræði með myndböndum. Hvernig ég mun þróa þetta verður að koma í ljós hægt og rólega á næstu árum.

Jarðfræði á Íslandi YouTube rásin er að finna hérna. Ég er búinn að hlaða upp nokkrum eldri myndböndum sem ég á og eru tekin á síðustu árum, en þar sem rásin er nýlega stofnuð þá er ennþá auðkenningaferli í gangi hjá YouTube og þangað til því líkur, þá eru takmarkanir á því hversu mörgum myndböndum ég get hlaðið upp á hverjum degi.

Þörf á aðstoð í September

Staðan hjá mér er þannig að ég þarf á aðstoð að halda. Ástæðan er lágar tekjur frá Tryggingarstofnun og það hefur valdið því að Ágúst var erfiður fyrir mig og það virðist sem að September verði mjög erfiður fyrir mig. Eins og er þá er ég aðeins með um 247.000 kr í tekjur frá Tryggingarstofnun. Ég er ennþá að bíða eftir auka greiðslum frá Danmörku, svo að ég sé með sömu tekjur og danskir öryrkjar. Hvenær þær greiðslur byrja veit ég ekki.

Síðan fékk ég óvæntan símareikning núna, sem ég hélt að kæmi í Október, þar sem venjulega tel ég að allir reikningar sem koma í lok mánaðar sé það sem ég þarf að borga. Núna hinsvegar kom þessi reikningur í upphafi September með eindaga um miðjan September sem er stórt vandamál fyrir mig. Auk þess sem ég þarf að lifa út September. Mörg dönsk fyrirtæki einnig senda reikninga aðeins á þriggja mánaða fresti, það eru ekki margir reikningar sem eru sendir út mánaðarlega í Danmörku. Það er aðeins að breytast með fyrirtæki hérna í Danmörku en gerist mjög hægfara.

Óvænti símareikningurinn sem ég fékk er upp á rúmlega 16.000 kr fyrir þrjá mánuði. Ég geri mitt besta til þess að hafa fjármálin hjá mér í lagi en þegar tekjurnar eru litlar, þá tekst stundum mjög illa hjá mér að stjórna fjármálunum.

Hægt er að styrkja mig með því að leggja inn á bankareikninginn minn samkvæmt þessum bankaupplýsingum.

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Ég þakka skilninginn og stuðninginn. 🙂

Uppfærsla 1

Þökk sé styrkjum. Þá get ég borgað síðasta reikninginn hjá mér og haft smá auka í nokkra daga.

Uppfærslur byrja aftur frá 5-Júlí-2022

Þar sem ég hef verið að flytja til Danmerkur, þá hefur orðið töf á uppfærslum hjá mér síðustu vikur. Ég vonast til þess að það komist í eitthvert lag í næstu viku.

Það hefur nefnilega tekið tíma og álag að flytja til Danmerkur. Ég er einnig ekki lengur með jarðskjálftamæli á Íslandi, þar sem ekki reyndist mögulegt að vera með slíkt lengur hjá mér. Þar sem búnaðurinn sem ég er með er bæði gamall og ekki lengur viðhaldið og virkar ekki lengur með internetinu. Þeir sem vilja fylgjast með rauntíma jarðskjálftavirkni á Íslandi geta gert það á vefsíðu Raspberry Shake hérna. Ég mun verða með jarðskjálftamæli í Danmörku en það mun gera mér fært um að mæla jarðskjálfta í Miðjarðarhafinu og því svæði, þegar mjög stórir jarðskjálftar eiga sér stað þar. Það er hægt að flytjast með þeim jarðskjálftamæli hérna þegar sá mælir kemst aftur á internetið. Það mun vonandi ekki taka of langan tíma fyrir mig að fá danska internet tengingu.

Ég ætla mér að uppfæra jarðskjálftamælabúnaðinn hjá mér en ég veit ekki hvenær það getur orðið.

Ég mun ekki setja þessa grein inn á samfélagsmiðla.

Uppfærsla þann 8-Júní-2022

Samkvæmt fyrirtækinu sem ég pantaði internetið hjá hérna í Danmörku. Þá mun ég ekki verða tengdur fyrr en þann 5-Júlí-2022. Þangað til að það gerist, þá verða uppfærslur takmarkaðar hjá mér.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með PayPal eða millifærslu í banka. Þar sem ég er rosalega blankur vegna flutninga í Júní. Styrkir hjálpa mér að komast af út Júní og á meðan staðan er aðeins óstöðug hjá mér. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Flutningi til nýrrar hýsingar lokið

Þá er flutningi til nýs vefhýsingaraðila lokið en þessi vefhýsing er á Íslandi er rekin af 1984.is. Flutningurinn hefur að mestu leiti verið án vandamála en að flytja íslenska vefinn tafðist aðeins vegna þess að ég var blankur í nokkra daga og hafði ekki efni á að kaupa lénið fyrir vefsíðuna. Flutningurinn var að mestu leiti án mikilla vandræða en síðustu 7 ár hefur vefsíðan verið hýst á cpanel/CenOs hýsingu sem er allt annað en það sem er notað hjá 1984.is. Ég á ennþá eftir að fínstilla eitt og annað hérna en hægt er að tilkynna um vandamál og galla hérna.

Þekkt vandamál

Vandamál búið er að leysa

Það kemur upp ssl viðvörun ef fólk fer inná https://wwww.eldstod.com. Þetta er villa sem er hægt að hunsa með öruggum hætti. Ég veit ekki afhverju þetta kemur svona en ég er að reyna að leita að lausn á þessu vandamáli.

Það virðist vera búið að leysa þetta ssl vandamál.

Ekki á internetinu

Vegna tæknilegra vandamála þá get ég ekki verið með jarðskjálftagröfin tengd þessa stundina. Þar sem slíkt mun þurfa sérstaka tölvu til að sjá um þá vefsíðu heima hjá mér og sérstaka uppsetningu í kringum það. Ég veit ekki hvenær ég get sett þá vefsíðu upp en ég er að vonast til þess að það taki ekki lengur en til September að koma því aftur í gagnið. Þegar jarðskjálftagröfin komast aftur á internetið þá verða þau á sínu sér undirléni við þessa vefsíðu. Það verður auglýst þegar jarðskjálftagröfin komast aftur í loftið hjá mér.

Uppfært 18-Júní-2020 klukkan 23:49.

Flutningur til nýs hýsingaraðila

Í Júní mun ég flytja vefsíðuna yfir til nýs hýsingarðila. Þetta er gert vegna þess að nýi hýsingaraðilinn er mun ódýrari en sá sem ég er núna með. Þar sem þetta er hinsvegar flóknari flutningur en venjulega þá er hætta á niðurtíma á meðan flutningurinn stendur yfir. Nýja hýsingin er á Íslandi og er mun ódýrari en sú hýsing sem ég hef verið með í Bandaríkjunum.

Á Íslandi mun ég eingöngu borga 1282 kr á mánuði (tilboð fyrir nýjar hýsingar, mun kosta 1832 kr á mánuði frá og með næsta ári) miðað við rúmlega 32.000 kr á mánuði fyrir hýsinguna í Bandaríkjunum. Ég er að færa mig yfir til 1984.is á Íslandi frá Hostdime U.S í Bandaríkjunum.

Jarðskjálfti í Hamarinum

Í dag (23-Nóvember-2018) klukkan 21:35 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Hamrinum (enginn GVP prófill, er undir Bárðarbunga sem Loki-Fögrufjöll). Síðasta óstaðfesta eldgos var í Júlí 2011 og varði það í ~12 klukkutíma. Það olli jökulflóði en náði ekki að brjótast upp úr jöklinum. Þetta eldgos var eingöngu sýnilegt á óróamælum.


Jarðskjálftavirkni í Hamrinum (græn stjarna til vinstri). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að frekari virkni sé á leiðinni, áður en eldgosið varð árið 2011, þá átti sér stað aukning í jarðskjálftum í Hamrinum. Sama virðist vera að gerast núna. Það varð ekki nein jarðskjálftavirkni í Hamarinum þegar eldgosið í Júlí 2011 átti sér stað. Það bendir til þess að kvika standi mjög grunnt í jarðskorpunni þarna og það þurfi ekki miklar þrýstibreytingar á kvikunni til þess að koma af stað eldgosi.

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli eins og undanfarnar vikur. Jarðskjálftahrinur verða núna í Öræfajökli á nokkura daga fresti og eru flestir jarðskjálftar sem koma fram mjög litlir að stærð. Í dag (15-Október-2018) voru stærstu jarðskjálftanir sem komu fram í Öræfajökli með stærðina 2,1 og 1,5. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er vegna kviku sem er núna að troða sér inn í Öræfajökul á talsverðu dýpi. Það er hinsvegar óljóst hversu mikið dýpi er um að ræða í tilfelli Öræfajökuls á þessari stundu. Jarðskjálftavirknin kemur í púlsum með hléum á milli þeirra.

Mjög kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (14-Júní-2018) varð mjög kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,9 (klukkan 15:05). Aðrar jarðskjálftar voru með stærðina 4,1 (klukkan 13:04), jarðskjálfti með stærðina 3,3 (klukkan 13:25), jarðskjálfti með stærðina 3,1 (klukkan 13:36), jarðskjálfti með stærðina 3,5 (klukkan 16:35). Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálftinn síðan í Janúar-2018 (grein hérna). Það sem virðist muna núna er að þessi jarðskjálftahrina virðist vera stærri núna en í Janúar-2018. Ástæða þessara jarðskjálftahrinu er vegna þenslu sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Það kom ekki fram neinn gosórói í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Ég veit ekki hversu mikið Bárðarbungu hefur þanist út síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar-2015. Það má búast við svona jarðskjálftavirkni (jarðskjálftahrina með stórum jarðskjálftum) í Bárðarbungu nokkrum sinnum á ári næstu árin.