Flutningi til nýrrar hýsingar lokið

Þá er flutningi til nýs vefhýsingaraðila lokið en þessi vefhýsing er á Íslandi er rekin af 1984.is. Flutningurinn hefur að mestu leiti verið án vandamála en að flytja íslenska vefinn tafðist aðeins vegna þess að ég var blankur í nokkra daga og hafði ekki efni á að kaupa lénið fyrir vefsíðuna. Flutningurinn var að mestu leiti án mikilla vandræða en síðustu 7 ár hefur vefsíðan verið hýst á cpanel/CenOs hýsingu sem er allt annað en það sem er notað hjá 1984.is. Ég á ennþá eftir að fínstilla eitt og annað hérna en hægt er að tilkynna um vandamál og galla hérna.

Þekkt vandamál

Vandamál búið er að leysa

Það kemur upp ssl viðvörun ef fólk fer inná https://wwww.eldstod.com. Þetta er villa sem er hægt að hunsa með öruggum hætti. Ég veit ekki afhverju þetta kemur svona en ég er að reyna að leita að lausn á þessu vandamáli.

Það virðist vera búið að leysa þetta ssl vandamál.

Ekki á internetinu

Vegna tæknilegra vandamála þá get ég ekki verið með jarðskjálftagröfin tengd þessa stundina. Þar sem slíkt mun þurfa sérstaka tölvu til að sjá um þá vefsíðu heima hjá mér og sérstaka uppsetningu í kringum það. Ég veit ekki hvenær ég get sett þá vefsíðu upp en ég er að vonast til þess að það taki ekki lengur en til September að koma því aftur í gagnið. Þegar jarðskjálftagröfin komast aftur á internetið þá verða þau á sínu sér undirléni við þessa vefsíðu. Það verður auglýst þegar jarðskjálftagröfin komast aftur í loftið hjá mér.

Uppfært 18-Júní-2020 klukkan 23:49.