Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Öræfajökli eins og undanfarnar vikur. Jarðskjálftahrinur verða núna í Öræfajökli á nokkura daga fresti og eru flestir jarðskjálftar sem koma fram mjög litlir að stærð. Í dag (15-Október-2018) voru stærstu jarðskjálftanir sem komu fram í Öræfajökli með stærðina 2,1 og 1,5. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er vegna kviku sem er núna að troða sér inn í Öræfajökul á talsverðu dýpi. Það er hinsvegar óljóst hversu mikið dýpi er um að ræða í tilfelli Öræfajökuls á þessari stundu. Jarðskjálftavirknin kemur í púlsum með hléum á milli þeirra.