Kröftug jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í gær (30-Janúar-2018) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Í þessari jarðskjálftahrinu varð einnig stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan 27-Október-2017. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 (klukkan 19:24), tveir jarðskjálftar urðu á undan þeim jarðskjálfta og voru með stærðina 3,7 (klukkan 17:49) og síðan kom jarðskjálfti með stærðina 3,8 (klukkan 18:00).


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu (grænar stjörnur). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið en síðasti jarðskjálfti varð klukkan 21:29. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kringum Bárðarbungu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það virðist sem að norður-austur hluti Bárðarbungu sé að verða stöðugt óstöðugri með hverri jarðskjálftahrinunni sem verður á þessu svæði. Stærðir jarðskjálftanna sem verða eru einnig að vaxa en á sama er lengra á milli þessara jarðskjálftahrina. Tími milli jarðskjálftahrina getur núna farið upp í nokkrar vikur. Eftir að þessi jarðskjálftavirkni hófst í September-2015 þá voru svona jarðskjálftahrinu vikulegur atburður.