Áframhaldandi jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Tjörnesbrotabeltinu fyrir tveim dögum síðan heldur áfram (fyrri færsla um jarðskjálftahrinuna er að finna hérna). Það virðist sem að jarðskjálftahrinan hafi verið að vaxa á síðustu klukkutímum talið í fjölda jarðskjálfta. Stærstu jarðskjálftanir hingað til hafa verið með stærðina 2,6 til 2,7 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum hjá Veðurstofu Íslands.

130927_1410
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og er þá hefur ekki neinn af þessum jarðskjálftum fundist í byggð. Það er vegna þess að þessir jarðskjálftar eru ennþá frekar litlir og tiltölulega langt frá byggð (~20 km). Eins og stendur er þessi jarðskjálftahrina að mestu samfelld, þó með smá hléum sem vara ekki lengur en í 1 til 3 klukkutíma. Þessi jarðskjálftahrina stendur ennþá yfir og ég reikna með að verði þannig næstu klukkutímana hið minnsta.

Jarðskjálftar djúpt á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt (26-September-2013) klukkan 01:18 UTC varð jarðskjálfti djúpt á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 5,5 og varð rúmlega 1000 km suður af Íslandi. Sökum fjarlægðar fannst þessi jarðskjálfti ekki. Nánari upplýsingar um þennan jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

335951.regional.mb.5.5.svd.26-September-2013
Jarðskjálftinn á Reykjaneshryggnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir EMSC.

Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta varð síðan eftirskjálfti með stærðina 4,6 á sömu slóðum. Upplýsingar um þann jarðskjálfta er að finna hérna á vefsíðu EMSC. Líklegt er að fleiri minni jarðskjálftar hafi átt sér stað þarna en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælanetum þá hafa þeir ekki mælst á þessum jarðskjálftamælanetum.