Fimmtudaginn 22-Nóvember-2013 klukkan 20:20 kom fram leiðni-toppur í vatnamælingum Veðurstofu Íslands í Skjálfandafljóti. Það er ekki vitað hvaða eldstöð eða háhitasvæði þessi leiðni-toppur kom frá í Vatnajökli og ekkert jökulflóð kom í kjölfarið á þessum leiðni-toppi. Engrar frekari virkni hefur orðið vart í Skjálfandafljóti síðan þetta átti sér stað svo ég viti til.
Óróapúls í Þórðarhyrnu
Þann 21-Nóvember-2013 kom fram óróapúls í Þórðarhyrnu í Vatnajökli (tengt eldstöðinni í Grímsfjalli) og var tengdur jarðskjálftahrinu sem átti sér stað á sama tíma í eldstöðinni. Þessi óróapúls varði frá því klukkan 03:30 til klukkan 06:10. Jarðskjálftahrinan sem fylgdi þessum óróapúls var ekki stór, hvorki í fjölda jarðskjálfta eða í styrkleika þeirra. Stærsti jarðskjálftinn var aðeins með stærðina 1,9. Miðað við útslagið á nálægum SIL stöðvum þá var þetta ekki sterkur óróapúls sem kom fram í Þórðarhyrnu. Jarðskjálftahrinan í Þórðarhyrnu sýndi að eitthvað var að gerast í eldstöðinni og hafði ég mínar grunsemdir um að þarna væri óróapúls að eiga sér stað þann 21-Nóvember. Þó svo að ég hafi ekki fengið það staðfest fyrr en í dag. Líklega var þessi óróapúls tengdur kvikuinnskoti í eldstöðina á miklu dýpi, en það hefur ekki ennþá fengist staðfest með mælingum.
Óróapúlsinn á Húsbóndi SIL stöðinni. Óróapúlsinn sést þar sem dagsetningin 21-Nóvember er og sker sig úr bakgrunnshávaðanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróapúlsinn á Grímsfjalli SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Óróapúlsinn á Jökulheimum SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er möguleiki á því að þarna verði ekki eldgos í kjölfarið á þessari virkni, en miðað við sögu þessa svæðis og eldgossins í Grímsfjalli árið 2011, þá þykir mér hinsvegar ljóst að þarna verði eldgos í næstu framtíð. Það er þó ómögulegt að segja nákvæmlega til um það hvenær slíkt eldgos muni eiga sér stað. Síðasta þekkta eldgos sem átti sér stað í Þórðarhyrnu var árið 1902 og fylgdi þá í kjölfarið á eldgosi í Grímsfjalli sama ár. Það er ekki vitað til þess að síðari tíma eldgos hafi átt sér stað í Þórðarhyrnu.
Bloggfærsla uppfærð klukkan 15:00.