Jarðskjálftahrina nærri Grindavík

Styrkir: Þar sem að þetta er núna auglýsingalaus vefsíða. Þá verð ég að óska eftir styrkjum til þess halda þessari vefsíðu gangandi. Ef fólk vill styrkja mig þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna.

Í dag (7-Janúar-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 á Reykjanesinu ekki langt frá Grindavík. Þarna hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni undanfarnar tvær vikur á þessu sama svæði.

140107_1335
Jarðskjálftinn á Reykjanesinu nærri Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er þó hætta á frekari jarðskjálftum á þessu svæði næstu daga. Þó er líklegast að enginn þeirra muni fara yfir stærðina 3,0.

Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Í gær (6-Janúar-2014) hófst jarðskjálftahrina á Hveravöllum. Sem stendur er þetta mjög lítil jarðskjálfta og hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2,0 ennþá.

140107_0115
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt óróaplottinu á nærliggjandi SIL stöð Veðurstofu Íslands þá eiga sér stað þarna fleiri jarðskjálftar en koma fram á kortum Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru ekki nógu stórir til þess að mælast á öðrum SIL stöðvum sem Veðurstofa Íslands er með.

hve.svd.07-Januar-2014.01.22.utc
Óróaplott frá SIL stöðinni nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni haldi eitthvað á fram. Hvort að þessi jarðskjálftavirkni muni aukast er erfitt að segja til um á þessari stundu.

Auglýsingalaus vefsíða

Ég hef ákveðið að gera þessa vefsíðu alveg lausa við auglýsingar. Ástæðan er sú að auglýsingar færa mér mjög litlar tekjur í raun og ætla ég frekar að treysta á það að fólk styrki mig frekar um einhverjar upphæðir í staðinn fyrir auglýsingalausan vef. Ég hef nú þegar tekið út auglýsingar hérna en það mun taka nokkra daga í viðbót að fjarlægja auglýsingar af jarðskjálftamæla vefsíðunni minni sem er hægt að finna hérna.

Nánari útskýring á því afhverju ég er hættur með allar auglýsingar er að finna hérna. Á ensku vefsíðunni um jarðfræði Íslands.

Uppfært: Því miður gekk það ekki upp hjá mér að vera auglýsingalaus. Eins og ég hef útskýrt hérna.

Bloggfærsla uppfærð þann 7-Janúar-2014 klukkan 01:30 UTC.
Bloggfærsla uppfærð þann 19-Mars-2014 klukkan 22:13 UTC.