Jarðskjálftahrina á Hveravöllum

Í gær (6-Janúar-2014) hófst jarðskjálftahrina á Hveravöllum. Sem stendur er þetta mjög lítil jarðskjálfta og hefur enginn jarðskjálfti farið yfir stærðina 2,0 ennþá.

140107_0115
Jarðskjálftahrinan á Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt óróaplottinu á nærliggjandi SIL stöð Veðurstofu Íslands þá eiga sér stað þarna fleiri jarðskjálftar en koma fram á kortum Veðurstofu Íslands. Ástæðan er sú að þessir jarðskjálftar eru ekki nógu stórir til þess að mælast á öðrum SIL stöðvum sem Veðurstofa Íslands er með.

hve.svd.07-Januar-2014.01.22.utc
Óróaplott frá SIL stöðinni nærri Hveravöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að þessi jarðskjálftavirkni haldi eitthvað á fram. Hvort að þessi jarðskjálftavirkni muni aukast er erfitt að segja til um á þessari stundu.