Jarðskjálftar í Grímsfjalli (Grímsvötnum)

Í gær (27-Mars-2014) varð jarðskjálftahrina í Grímsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina tengist jökulflóði sem á sér núna stað úr Grímsvötnum. Þetta jökulflóð er minniháttar samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þetta flóð úr Grímsvötnum er álíka stórt og jökulflóð sem átti sér stað úr Grímsvötnum í Nóvember árið 2012.

140327_2100
Jarðskjálftahrinan í Grímsfjalli þann 27-Mars-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Órói hefur einnig verið að aukast í Grímsvötnu undanfarna klukkutíma og er helsta hugmyndin sú að þessi órói sé tengdur jökulflóðinu úr Grímsvötnum. Þetta er hátíðini órói sem er að koma fram og hefur hann verið að aukast síðustu klukkutíma. Hugmyndin að þessi órói sé vegna jökulflóðsins er hinsvegar óstaðfest eins og er.

grf.svd.27.03.2014.21.13.utc
Óróinn í Grímsfjalli klukkkan 21:13 þann 27-Mars-2014. Óróinn byrjar við enda þessa myndar (sjá daga). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

grf.svd.27.03.2014.22.55.utc
Óróinn klukkan 22:55 þann 27-Mars-2014. Eins og smá sjá á þessari mynd þá er óróinn að aukast (bláa línan er hátíðni órói). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Grímsfjalli. Það gæti þó breyst með mjög skömmmum fyrirvara. Þar sem Grímsfjall er mjög virk eldstöð og óútreikanleg sem slík. Ef eldgos hefst eða er að fara hefjast þá mun jarðskjálftavirknin aukast í Grímsfjalli eins og gerðist áður en eldgosið 2011 átti sér stað. Hægt er að fylgjast betur með Grímsfjalli hérna og einnig öðrum eldstöðvum í Vatnajökli.

Jarðskjálftar í Heklu

Í gær (27-Mars-2014) voru þrír jarðskjálftar í Heklu. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Heklu í Mars. Ég veit ekki hvað veldur þessari aukningu. Stærðir þessa jarðskjálfta voru 0,7 og 0,8. Dýpið var 9,7 til 8,3 km.

140327_2100
Jarðskjálftar í Heklu í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það er einnig mjög óskýrt hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir og ekki er víst að skilningur komist í þessa virkni á næstunni.

Jarðskjálftamælanetið

Vegna bilunar í internet sambandi þá uppfærist ekki jarðskjálftamælirinn við Heklu. Jarðskjálftamælirinn sjálfur virkar en sendir ekki nein gögn til mín yfir internetið eins og ég geri venjulega. Þetta þýðir einnig að vefmyndavélarnar virka ekki. Vefmyndavél Mílu virkar hinsvegar þó svo að hún sé lengra í burtu.

Jarðskjálftamælirinn í Bjarghúsum er ekki tengdur við internetið vegna vandamála með 3G tenginguna sem hann notar. Ég hef verið að reyna leysa þetta vandamál og vonast til þess að það verði leyst á morgun (fyrir helgina). Þessi jarðskjálftamælir virkar en sendir mér ekki gögn yfir internetið eins og er.

Jarðskjálftamælirinn á Eyrarbakka er ekki lengur í notkun. Þar sem manneskjan sem var að hýsa jarðskjálftamælinn og tengdan búnað gat það ekki lengur. Ég ætla mér að koma jarðskjálftamælinum fyrir í Húnaþingi Vestra í Desember. Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki ennþá hvar það gæti orðið. Ég er að leita að nýrri staðsetningu eins og er og vonast til þess að verða búinn að leysa það vandamál áður en Desember kemur.