Jarðskjálftar í Heklu

Í gær (27-Mars-2014) voru þrír jarðskjálftar í Heklu. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast í Heklu í Mars. Ég veit ekki hvað veldur þessari aukningu. Stærðir þessa jarðskjálfta voru 0,7 og 0,8. Dýpið var 9,7 til 8,3 km.

140327_2100
Jarðskjálftar í Heklu í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það er einnig mjög óskýrt hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir og ekki er víst að skilningur komist í þessa virkni á næstunni.

Jarðskjálftamælanetið

Vegna bilunar í internet sambandi þá uppfærist ekki jarðskjálftamælirinn við Heklu. Jarðskjálftamælirinn sjálfur virkar en sendir ekki nein gögn til mín yfir internetið eins og ég geri venjulega. Þetta þýðir einnig að vefmyndavélarnar virka ekki. Vefmyndavél Mílu virkar hinsvegar þó svo að hún sé lengra í burtu.

Jarðskjálftamælirinn í Bjarghúsum er ekki tengdur við internetið vegna vandamála með 3G tenginguna sem hann notar. Ég hef verið að reyna leysa þetta vandamál og vonast til þess að það verði leyst á morgun (fyrir helgina). Þessi jarðskjálftamælir virkar en sendir mér ekki gögn yfir internetið eins og er.

Jarðskjálftamælirinn á Eyrarbakka er ekki lengur í notkun. Þar sem manneskjan sem var að hýsa jarðskjálftamælinn og tengdan búnað gat það ekki lengur. Ég ætla mér að koma jarðskjálftamælinum fyrir í Húnaþingi Vestra í Desember. Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki ennþá hvar það gæti orðið. Ég er að leita að nýrri staðsetningu eins og er og vonast til þess að verða búinn að leysa það vandamál áður en Desember kemur.