Síðasta sólarhring hafa þrír jarðskjálftar átt sér stað í Heklu. Ekkert bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Þetta er bara jarðskjálftavirkni eins og er.
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna í Heklu. Gögnin eru nærri því í rauntíma.
Hérna er listi yfir vefmyndavélar sem vísa á Heklu.
Vefmyndavél Mílu er að finna hérna.
Þessa stundina er veður slæmt á suðurlandinu og það gerir vöktun Heklu erfiðari.
Jarðskjálftahrina í Henglinum
Í gær (23-Mars-2014) og í dag (24-Mars-2014) varð jarðskjálftahrina í Henglinum. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín í niðurdælingu vatns Orkuveitu Reykjavíkur á þessu svæði.
Jarðskjálftahrinan í Henglinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessir jarðskjálftar hafa ekkert með eldstöðina Hengill að gera. Þar sem þetta eru eingöngu jarðskjálftar sem eiga upptök sín þegar köldu og menguðu vatni er dælt niður í jörðina þarna. Af þessum sökum eru jarðskjálftahrinur eins og þessar algengar á þessu svæði.