Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í gær (21-Mars-2014) varð djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er hluti af Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu). Stærð þessa jarðskjálfta var bara 1,4 en dýpið var 29,7 km. Staðsetning þessa jarðskjálfta var bara 10,4 NA af Hamrinum, ég er ekki viss hvort að þessi jarðskjálfti varð innan eldstöðvarinnar Hamarinn eða fyrir utan sjálfa eldstöðina.

140322_1915
Jarðskjálftinn í Hamrinum og jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem verða á þessu dýpi eiga upptök sín í kviku eða kvikuinnskotum sem eiga sér stað á þessu dýpi. Þykkt jarðskorpunnar á þessu svæði er í kringum 40 km á þessu svæði útaf heita reitnum (annar tengill hérna). Rannsókn á þykkt jarðskorpunnar er að finna hérna (á ensku). Ástæðan fyrir þykkri jarðskorpu þarna er vegna heita reitsins, en virknin í honum hefur valdið því að jarðskorpan þarna er þykkari en annarstaðar á Íslandi. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamarinum varð í Júlí 2011. Það varði aðeins í nokkra klukkutíma og náði ekki upp úr jöklinum.

2 Replies to “Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum”

Lokað er fyrir athugasemdir.