Vegna andláts fóstur föður míns þann 11 Júlí þá verða ekki skrifaðar neinar nýjar greinar hingað inn fyrr en í fyrsta lagi 29 Júlí, það er hugsanlegt að það muni dragast alveg fram til 16 Ágúst. Ég bara veit ekki hvernig þetta verður hjá mér í dag eins og staðan er núna.
Jarðskjálfti milli Bárðarbungu og Grímsfjalls
Í dag (05-Júlí-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á milli Bárðarbungu og Grímsfjalls.
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftann milli Bárðarbungu og Grímsfjalls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálfti bendir til þess að flækjur séu á leiðinni milli þessara tveggja eldstöðva. Spurningin er hinsvegar hvort að Bárðarbunga og Grímsfjall muni hafa áhrif á hvora aðra á næstunni. Þar sem báðar þessar eldstöðvar eru að undirbúa eldgos. [Hugleiðingar!] Allt það sem ég fæ frá mínum hugsunar módelum eru óljós svör um það sem gæti hugsanlega gert (þar sem ég hef ekki þekkinguna eða tölvuaflið til þess að skrifa þetta niður í tölvuforrit ennþá) er óvissa. Í versta tilfelli þá mun kvikuinnskot frá Bárðarbungu koma inn í Grímsfjall og valda þannig eldgosi. Hinn möguleikinn er sá að kvikuinnskot frá Grímsfjalli fer í Bárðarbungu og veldur þannig eldgosi (athuga: Slíkt gæti valdið frekar stóru og miklu eldgosi sem gæti valdið miklum skaða). Það er einnig möguleiki á því að ekkert meira en jarðskjálftar eigi sér stað. Hinsvegar bendir jarðskjálftavirknin á þessu svæði að engin slík heppni sé til staðar núna á þessu svæði. Hvenær og hvort að þetta mun gerast er ekki hægt að segja til um með neinum hætti. Það eina sem hægt er að gera að vakta þessar eldstöðvar dag og nótt.[/Hugleiðingar!]
Jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey
Í dag (5-Júlí-2016) varð jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey. Það er ekki vitað fyrir víst hvað er að gerast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast á þessu svæði undanfarna mánuði.
Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu höfðu stærðina 2,9 – 3,4. Ekki er hægt að sjá góða stærð á þessum jarðskjálftum vegna fjarlægðar þeirra frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands. Hvað er nákvæmlega að gerast þarna er ekki vitað. Það er hugsanlegt að þarna sé eldgos að eiga sér stað. Þarna gæti hinsvegar einnig verið bara hefðbundin jarðskjálftahrina að eiga sér stað án þess að kvika eða eldgos komi þar nærri. Dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 3 til 5 km.