Jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey

Í dag (5-Júlí-2016) varð jarðskjálftahrina langt norður af Kolbeinsey. Það er ekki vitað fyrir víst hvað er að gerast á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast á þessu svæði undanfarna mánuði.

160705_1505
Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu höfðu stærðina 2,9 – 3,4. Ekki er hægt að sjá góða stærð á þessum jarðskjálftum vegna fjarlægðar þeirra frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands. Hvað er nákvæmlega að gerast þarna er ekki vitað. Það er hugsanlegt að þarna sé eldgos að eiga sér stað. Þarna gæti hinsvegar einnig verið bara hefðbundin jarðskjálftahrina að eiga sér stað án þess að kvika eða eldgos komi þar nærri. Dýpi sjávar á þessu svæði er í kringum 3 til 5 km.