Djúpir jarðskjálftar í rótum Eyjafjallajökuls

Í dag (30-Júní-2016) kom fram nokkrir jarðskjálftar í rótum Eyjafjallajökuls að ég held. Mesta dýpið sem kom fram var 14,3 km og mesta stærð jarðskjálfta sem kom fram var 1,1 en aðrir jarðskjálftar voru með stærðina 0,7.

160630_2055
Jarðskjálftarnir í rótum Eyjafjallajökuls (þrjár gulu doppunar á myndinni). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðvakerfi Eyjafjallajökuls nær í þessa átt, hinsvegar á þessu svæði eru engir sjáanlegir gígar og líklegt að ef einhverjir gígar hafi verið þarna, þá hafi þeir veðrast niður með tímanum. Ólíkt mörgum eldfjöllum þá hefur Eyjafjallajökull ekki víðtækt sprungukerfi út frá sér, það ætti að takmarka hversu langt kvika getur ferðast frá eldstöðinni, það er að minnsta kosti hugmyndin eins og hún er í dag. Ég er ekki að búast við eldgosi á næstunni frá Eyjafjallajökli. Ef þessi jarðskjálftavirkni heldur áfram, þá gæti ég þurft að breyta þeim hugmyndum. Ég reikna ekki með að þessi jarðskjálftavirkni haldi áfram og næsta eldgos í Eyjafjallajökli er ekki líklegt fyrr en árið 2199 í fyrsta lagi (miðað við þau módel sem ég nota).

Það er einnig möguleiki á því að þessir jarðskjálftar séu í raun hluti af Vestamannaeyja eldstöðvarkerfinu. Á undanförnum árum hafa djúpir jarðskjálftar átt sér stað í því eldstöðvarkerfi, ekki margir en reglulega hafa komið fram djúpir jarðskjálftar í því eldstöðvarkerfi.

Kröftug jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg

Fyrir nokkrum dögum síðan hófst jarðskjálftahrina djúpt á Reykjaneshrygg, þessi jarðskjálftahrina er svo langt frá landi að þetta er á því svæði þar sem Reykjaneshryggurinn endar og norður-atlanshafshryggurinn tekur við. Það er nærri því vonlaust að komast að því hvað er að gerast á þessu svæði núna, hinsvegar benda gögnin til þess að þarna sé hugsanlega eldgos í gangi og líklega sé þetta stórt eldgos. Ég vill ekki giska á hversu stórt þetta eldgos gæti verið, þar sem ekki er hægt að staðfesta neitt án frekari gagna.

Jarðskjálftavirknin hefur verið áhugaverð, stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 5,5 (EMSC upplýsingar). Stærðir annara jarðskjálfta hafa verið, jarðskjálfti með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar), jarðskjálfti með stærðina 5,0 (EMSC upplýsingar), jarðskjálfti með stærðina 4,9 (EMSC upplýsingar).

Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi, þar sem að fjarlægðin er hinsvegar ~1100 km frá landi þá er ekki hægt að segja til nákvæmlega hvað er að gera á þessu svæði. Hafsvæðið þarna er rúmlega 4 km djúpt og því mun þessi virkni ekki sjást á yfirborði sjávar ef þarna er eldgos í gangi. Þarna eiga sér einnig stað margir litlir jarðskjálftar sem mælast ekki vegna fjarlægðar frá næsta jarðskjálftamælaneti.

Það er eitthvað í gangi í Bárðarbungu

Ég hef ekki nein smáatriði ennþá, en það er eitthvað í gangi í Bárðarbungu núna. Ég veit ekki hvað það er í augnablikinu, en nokkrir jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 hafa komið fram, sá stærsti með stærðina 4,0 hingað til. Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég veit meira.

160625_1350
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn gosórói hefur komið fram í Bárðarbungu ennþá, þannig að eldgos hefur ekki hafið.

Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (23-Júní-2016) klukkan 20:36 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 2,1 km í Torfajökli.

160623_2100
Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn í Torfajökli átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt nýlegri tilkynningu þá fannst þessi jarðskjálfti á nálægu tjaldsvæði. Engir frekari jarðskjálftar hafa átt sér stað þarna ennþá, það gerist einstaka sinnum að stakir jarðskjálftar sem eru með stærðina 3,0 eða stærri verða án þess að frekari jarðskjálftar verði. Ég veit ekki hvort að það sé hverasvæði þar sem þessi jarðskjálfti átti sér stað.

Áframhaldandi þensla í Bárðarbungu, gasútstreymi óbreytt

Samkvæmt frétt á Vísir.is þá heldur Bárðarbunga ennþá að þenjast út á svipuðum hraða og síðan að eldgosinu lauk í Holuhauni samkvæmt GPS mælingum. Gas útstreymi frá kötlum sem mynduðust í kjölfarið á eldgosinu 2014 hefur einnig haldist óbreytt síðasta árið. Skálin sem myndaðist í öskju Bárðarbungu er nærri því orðin full núna vegna innstreymis íss og nýs snjós sem hefur komið síðasta árið.

Umræddur rannsóknarleiðangur var farinn 3 til 10 Júní. Einnig sem að nýr jarðskjálftamælir var settur á öskjubrún Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftamælir er hluti af SIL mælaneti Veðurstofunnar en ef svo er þá ætti þessi nýi jarðskjálftamælir að koma fram á vef Veðurstofunnar fljótlega (vona ég). Frekari upplýsingar um þennan leiðangur má lesa í frétt Vísir.is.

Lítið jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli

Fyrir nokkrum dögum síðan hófst lítil jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli. Þetta er mjög lítið jökulhlaup og ekki er reiknað með neinu tjóni vegna þess. Það er reiknað með að þetta jökulhlaup verði lítið, þar sem stutt er síðan síðast hlaup kom úr vestari skaftárkatlinum.

jok.svd.23.06.2016.at.19.57.utc
Óróleiki á óróaplotti Veðurstofu Íslands vegna jökulhlaupsins. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar vatnsþrýstingur fellur á jarðhitakerfinu í vestari skaftárkatlinum þá koma stundum fram óróatoppar í kjölfarið. Ástæða þess er ekki þekkt að þetta gerist er ekki þekkt en helstu hugmyndirnar eru þær að kvika fari af stað í jarðhitakerfinu vegna þrýstiléttis í kjölfarið á því að ketlinn tæmist. Myndin að ofan sýnir óróatopp (við endann) sem er núna að koma fram í kjölfarið á jökulhlaupinu úr vestari skaftárkatlinum. Það er ekki reiknað með að eldgos verði þarna í kjölfarið á þessu jökulhlaupi, þar sem venjulega þá gerist ekki neitt meira en bara óróatoppar í kjölfarið á svona jökulhlaupi.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (23-Júní-2016) voru djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Enginn af þeim jarðskjálftum sem varð var stór, dýpi nokkura af þessum jarðskjálftum var mikið. Mesta dýpið sem mældist var 28 km, á þessu dýpi er það kvika sem veldur jarðskjálftum.

160623_1415
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur áhugaverð virkni kom einnig fram í sunnanveðrum öskjubarminum í Kötlu. Þar virðist hafa komið upp kvikuinnskot í kjölfarið á litlu eldgosi sem varð þarna í Júlí-2011 (mitt mat, vísindamenn eru ennþá ósammála). Þetta kvikuinnskot er staðsett svo til beint norður af Vík í Mýrdal. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvernig þetta kvikuinnskot mun þróast eða hvort að eldgosahætta stafi af því. Það er hætta á eldgosi þarna ef kvikuþrýstingur eykst í þessu kvikuinnskoti, en það þarf ekki að gerast. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í dag (21-Júní-2016) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan átti sér stað nærri fjalli sem kallast Keilir. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og fjöldi jarðskjálfta sem áttu sér stað var í kringum 20.

160621_1600
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað var stór, sá stærsti mældist með stærðina 2,2 og voru aðrir jarðskjálftar sem komu fram minni en það að stærð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið (í bili).

Aukin virkni í Öræfajökli

Það hefur sést undanfarnar vikur að aukin virkni er í Öræfajökli. Þessi aukna virkni í eldstöðinni sést núna eingöngu sem fjölgun lítilla jarðskjálfta í Öræfajökli á 5 til 10 km dýpi. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 fyrir tveim dögum síðan (þegar þetta er skrifað), talað var við eldfjallafræðinginn Páll Einarsson, í fréttinni segir Páll Einarsson að þessa stundina sé ekki þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu, þar er ég sammála honum að mestu leiti, eins og stendur er þetta mjög lítil virkni í Öræfajökli sem þarf ekki að hafa áhyggjur af, hann setti einnig fram þá hugmynd að það ferlið gæti tekið 18 ár frá upphafi til enda, eins og raunin varð með Eyjafjallajökul. Þar er ég ekki sammála honum, þar sem þetta ferli í Öræfajökli hófst fyrir rúmlega 10 árum síðan (líklega aðeins fyrr), síðan grunar mig að Öræfajökull tilheyri þeim flokki eldstöðva þar sem eldgosin verða snögg, kröftug á klári sig á tiltölulega stuttum tíma.

Eldgosið árið 1362 var með stærðina VEI=5 og eldgosið 1727 var með stærðina VEI=4. Bæði eldgosin voru kröftug sprengigos og vörðu í nokkra mánuði. Eldgos í Öræfajökli eru eingöngu öskugos með mikilli sprengivirkni, miðað við síðustu rannsóknir á sögulegum gögnum um eldstöðina. Það ferli sem keyrir eldgos í Öræfajökli er líklega öðruvísi en annara eldstöðva á þessu svæði, vegna þess að undir Öræfajökli er meginlandsplata að bráðna niður, það veldur því að eldgos í Öræfajökli verða sprengigos vegna þess að kvikan verður súr vegna þessara bráðnunar meginlandsklefans sem er þarna undir og er að bráðna niður (vísindagrein á ensku: Continental crust beneath southeast Iceland). Þetta þýðir að kvikan er að mestu leiti súr sem leitar upp í Öræfajökul með miklu gas innihaldi, sem veldur því að eldgos í Öræfajökli eru sprengigos. Öræfajökull er því eins og eldstöðvar sem er að finna á jöðrum meginlandsfleka, þar sem sjávarskorpa fer undir meginland og bráðnar í kjölfarið. Þau eldfjöll gjósa oftast súrri kviku í sprengigosum.

Það er önnur eldstöð á þessu svæði sem einnig hefur verið að sýna merki um aukna virkni. Sú eldstöð heitir Esjufjöll og er saga eldgosa í þeirri eldstöð ennþá verr þekkt heldur en eldgosasaga Öræfajökuls. Það er ekki ljóst hvort að nokkur eldgos hafi orðið í Esjufjöllum síðan Ísland byggðist fyrir um 1000 árum síðan. Hugsanlegt er að eldgos hafi orðið árið 1927 en það er ekki staðfest, talið er að þetta óstaðfesta eldgos í Esjufjöllum árið 1927 hafi varað í upp til fimm daga, það uppgötvaðist vegna þess að jökulflóð kom niður á þessu svæði þar sem eldstöðin er (samkvæmt sögulegum heimildum). Þetta jökulflóð var ekki mjög stórt samkvæmt sögulegum heimildum.

Jarðskjálfti á Reykjaneshrygg

Í dag (15-Júní-2016) klukkan 12:51 varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 á Reykjaneshrygg.

160615_1515
Jarðskjálftinn á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Aðeins einn jarðskjálfti átti sér stað og ekki hefur orðið vart við neina aðra jarðskjálftavirkni í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Það eru góðar líkur á því að ekki verði frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði að sinni.