Lítil jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga

Í dag (21-Júní-2016) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan átti sér stað nærri fjalli sem kallast Keilir. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og fjöldi jarðskjálfta sem áttu sér stað var í kringum 20.

160621_1600
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn af þeim jarðskjálftum sem áttu sér stað var stór, sá stærsti mældist með stærðina 2,2 og voru aðrir jarðskjálftar sem komu fram minni en það að stærð. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið (í bili).