Aukin virkni í Öræfajökli

Það hefur sést undanfarnar vikur að aukin virkni er í Öræfajökli. Þessi aukna virkni í eldstöðinni sést núna eingöngu sem fjölgun lítilla jarðskjálfta í Öræfajökli á 5 til 10 km dýpi. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 fyrir tveim dögum síðan (þegar þetta er skrifað), talað var við eldfjallafræðinginn Páll Einarsson, í fréttinni segir Páll Einarsson að þessa stundina sé ekki þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu, þar er ég sammála honum að mestu leiti, eins og stendur er þetta mjög lítil virkni í Öræfajökli sem þarf ekki að hafa áhyggjur af, hann setti einnig fram þá hugmynd að það ferlið gæti tekið 18 ár frá upphafi til enda, eins og raunin varð með Eyjafjallajökul. Þar er ég ekki sammála honum, þar sem þetta ferli í Öræfajökli hófst fyrir rúmlega 10 árum síðan (líklega aðeins fyrr), síðan grunar mig að Öræfajökull tilheyri þeim flokki eldstöðva þar sem eldgosin verða snögg, kröftug á klári sig á tiltölulega stuttum tíma.

Eldgosið árið 1362 var með stærðina VEI=5 og eldgosið 1727 var með stærðina VEI=4. Bæði eldgosin voru kröftug sprengigos og vörðu í nokkra mánuði. Eldgos í Öræfajökli eru eingöngu öskugos með mikilli sprengivirkni, miðað við síðustu rannsóknir á sögulegum gögnum um eldstöðina. Það ferli sem keyrir eldgos í Öræfajökli er líklega öðruvísi en annara eldstöðva á þessu svæði, vegna þess að undir Öræfajökli er meginlandsplata að bráðna niður, það veldur því að eldgos í Öræfajökli verða sprengigos vegna þess að kvikan verður súr vegna þessara bráðnunar meginlandsklefans sem er þarna undir og er að bráðna niður (vísindagrein á ensku: Continental crust beneath southeast Iceland). Þetta þýðir að kvikan er að mestu leiti súr sem leitar upp í Öræfajökul með miklu gas innihaldi, sem veldur því að eldgos í Öræfajökli eru sprengigos. Öræfajökull er því eins og eldstöðvar sem er að finna á jöðrum meginlandsfleka, þar sem sjávarskorpa fer undir meginland og bráðnar í kjölfarið. Þau eldfjöll gjósa oftast súrri kviku í sprengigosum.

Það er önnur eldstöð á þessu svæði sem einnig hefur verið að sýna merki um aukna virkni. Sú eldstöð heitir Esjufjöll og er saga eldgosa í þeirri eldstöð ennþá verr þekkt heldur en eldgosasaga Öræfajökuls. Það er ekki ljóst hvort að nokkur eldgos hafi orðið í Esjufjöllum síðan Ísland byggðist fyrir um 1000 árum síðan. Hugsanlegt er að eldgos hafi orðið árið 1927 en það er ekki staðfest, talið er að þetta óstaðfesta eldgos í Esjufjöllum árið 1927 hafi varað í upp til fimm daga, það uppgötvaðist vegna þess að jökulflóð kom niður á þessu svæði þar sem eldstöðin er (samkvæmt sögulegum heimildum). Þetta jökulflóð var ekki mjög stórt samkvæmt sögulegum heimildum.