Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum

Í dag varð kom fram jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Esjufjöllum. Þetta er fyrsta jarðskjálftavirknin þarna í talsverðan tíma og bendir hugsanlega til þess að meiri virkni sé að hefjast aftur í Öræfajökli. Þar sem jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum virðist auka virkni í Öræfajökli. Hvernig það virkar og afhverju er óþekkt eins og stendur.

Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum í Vatnajökli. Sýnt með nokkrum punktum í Vatnajökli nærri suður ströndinni
Jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Esjufjöllum varð kannski árið 1927 en það er óstaðfest. Ef það eldgos varð, þá varði það aðeins í 4 til 5 daga. Þetta svæði er alveg þakið jökli þannig að eldgos þarna kemur af stað jöklumflóðum.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með PayPal. Ég er frekar blankur í September. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli

Síðustu klukkutíma hefur verið jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Ég er ekki viss hversu margir jarðskjálftar hafa orðið í Öræfajökli en það hafa ekki margir náð stærðinni 2,0 en talsvert hefur verið um jarðskjálfta sem eru minni en 1,5 að stærð. Þetta er mjög óvenjuleg jarðskjálftahrina síðan jarðskjálftavirkni byrjaði í Öræfajökli fyrir nokkrum árum síðan.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er í stefnu sem er nærri því norður-suður innan gígs Öræfajökuls og er það mjög áhugaverð stefna á jarðskjálftahrinunni. Það munstur kom fyrst fram í jarðskjálftahrinu sem varð í Öræfajökli í síðasta mánuði. Þess á milli hafa þeir jarðskjálftar sem hafa komið fram verið hér og þar. Sagan segir (frá eldgosinu 1362) það að tveir jarðskjálftar fundust nokkru áður en það eldgos hófst. Hversu nákvæm sú lýsing er stórt spurning vegna hugsanlegrar endurskrifunar á sögunni í gegnum tíðina. Nákvæm grein um Öræfajökul er hægt að finna hérna (pdf, enska) á vef Veðurstofu Íslands. Söguleg gögn sýna það að eldgos frá Öræfajökli eru öflug og vara í misjafnan tíma. Eldgosið árið 1326 varði eingöngu frá Júní til Október. Eldgosið árið 1727 varð frá Ágúst 3 til 1 Maí 1728 (skekkjumörk eru 30 dagar til eða frá).

Smá um Esjufjöll

Það hefur einnig orðið minniháttar jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum í kjölfarið á aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Þetta virðist vera tengt en ég veit ekki afhverju það virðist vera raunin. Ég reikna ekki með neinu eldgosi í Esjufjöllum. Ég er ekki alveg viss hversu lengi jarðskjálftavirkni hefur verið í gangi í Esjufjöllum en eldstöðin er nefnd í skýrslu frá Veðurstofunni árið 2002 og er hægt að lesa hérna (pdf, enska).

Lítilsháttar jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum

Síðustu klukkustundir í dag (05-Nóvember-2016) hafa átt sér stað nokkrir jarðskjálftar í Esjufjöllum [Wikipedia upplýsingar hérna]. Eldstöðin Esjufjöll fær venjulega ekki mikla athygli vegna þess að mjög lítið gerist þar almennt og varð síðasta jarðskjálftavirkni af þessari stærðargráðu árið 2013, stakir jarðskjálftar eiga sér stað endrum og sinnum í eldstöðinni. Jarðskjálftavirkni hófst svo vitað sé í Esjufjöllum árið 2002 (kort Veðurstofunnar er að finna hérna og hérna).

161105_2135
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum, sem eru staðsett fyrir sunnan Grímsvötn og norð-austan við Öræfajökul. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina hafa ekki margir jarðskjálftar átt sér stað í Esjufjöllum. Það er hugsanlegt að það breytist á næstu klukkutímum en ég reikna ekkert sérstaklega með því. Mesti fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst hefur í einu (árið 2002 að minnsta kosti) var í kringum 40 – 80 jarðskjálftar (ég er ekki með betri tölu en þetta). Ástæða þess að jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað í Esjufjöllum er sú að kvika er að streyma upp í eldstöðina af miklu dýpi innan úr eldstöðinni. Á þessaris stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Esjufjöllum og hef það ólíklega gerist að það verði eldgos, þá reikna ég ekki með því að slíkt eldgos yrði stórt. Það er mín skoðun að hættan á eldgosi í Esjufjöllum sé minni en 2%.

Það er hugsanlegt að eldgos hafi átt sér stað í Esjufjöllum árið 1927 og verið í fjóra daga í kringum 5-September, en það eldgos hefur ekki verið staðfest að þessu sinni. Þetta eldgos hefur ekki verið staðfest og því eru hérna á ferðinni eignöngu um grunsemdir að ræða um að eldgos hafi átt sér stað. Upplýsingar um þetta eru ekki góðar vegna þess hversu afskekkt Esjufjöll eru eins og sjá má á þessu korti frá Veðurstofu Íslands. Esjufjöll eru staðsett suður af Grímsvötnum og norð-austan við Öræfajökul.

Aukin virkni í Öræfajökli

Það hefur sést undanfarnar vikur að aukin virkni er í Öræfajökli. Þessi aukna virkni í eldstöðinni sést núna eingöngu sem fjölgun lítilla jarðskjálfta í Öræfajökli á 5 til 10 km dýpi. Fjallað var um þetta í fréttum Stöðvar 2 fyrir tveim dögum síðan (þegar þetta er skrifað), talað var við eldfjallafræðinginn Páll Einarsson, í fréttinni segir Páll Einarsson að þessa stundina sé ekki þurfi ekki að hafa áhyggjur af þessu, þar er ég sammála honum að mestu leiti, eins og stendur er þetta mjög lítil virkni í Öræfajökli sem þarf ekki að hafa áhyggjur af, hann setti einnig fram þá hugmynd að það ferlið gæti tekið 18 ár frá upphafi til enda, eins og raunin varð með Eyjafjallajökul. Þar er ég ekki sammála honum, þar sem þetta ferli í Öræfajökli hófst fyrir rúmlega 10 árum síðan (líklega aðeins fyrr), síðan grunar mig að Öræfajökull tilheyri þeim flokki eldstöðva þar sem eldgosin verða snögg, kröftug á klári sig á tiltölulega stuttum tíma.

Eldgosið árið 1362 var með stærðina VEI=5 og eldgosið 1727 var með stærðina VEI=4. Bæði eldgosin voru kröftug sprengigos og vörðu í nokkra mánuði. Eldgos í Öræfajökli eru eingöngu öskugos með mikilli sprengivirkni, miðað við síðustu rannsóknir á sögulegum gögnum um eldstöðina. Það ferli sem keyrir eldgos í Öræfajökli er líklega öðruvísi en annara eldstöðva á þessu svæði, vegna þess að undir Öræfajökli er meginlandsplata að bráðna niður, það veldur því að eldgos í Öræfajökli verða sprengigos vegna þess að kvikan verður súr vegna þessara bráðnunar meginlandsklefans sem er þarna undir og er að bráðna niður (vísindagrein á ensku: Continental crust beneath southeast Iceland). Þetta þýðir að kvikan er að mestu leiti súr sem leitar upp í Öræfajökul með miklu gas innihaldi, sem veldur því að eldgos í Öræfajökli eru sprengigos. Öræfajökull er því eins og eldstöðvar sem er að finna á jöðrum meginlandsfleka, þar sem sjávarskorpa fer undir meginland og bráðnar í kjölfarið. Þau eldfjöll gjósa oftast súrri kviku í sprengigosum.

Það er önnur eldstöð á þessu svæði sem einnig hefur verið að sýna merki um aukna virkni. Sú eldstöð heitir Esjufjöll og er saga eldgosa í þeirri eldstöð ennþá verr þekkt heldur en eldgosasaga Öræfajökuls. Það er ekki ljóst hvort að nokkur eldgos hafi orðið í Esjufjöllum síðan Ísland byggðist fyrir um 1000 árum síðan. Hugsanlegt er að eldgos hafi orðið árið 1927 en það er ekki staðfest, talið er að þetta óstaðfesta eldgos í Esjufjöllum árið 1927 hafi varað í upp til fimm daga, það uppgötvaðist vegna þess að jökulflóð kom niður á þessu svæði þar sem eldstöðin er (samkvæmt sögulegum heimildum). Þetta jökulflóð var ekki mjög stórt samkvæmt sögulegum heimildum.

Jarðskjálftar í Esjufjöllum og Kverkfjöllum

Í dag (20-Desember-2013) urðu jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þetta voru mjög fáir jarðskjálftar og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9 og dýpið var 5,0 km. Eins og stendur hafa eingöngu tveir jarðskjálftar mælst en það er algengt með jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum að hún fari hægt af stað. Eins og stendur þá er jarðskjálftavirkni frekar lítil í Esjufjöllum. Þó er þetta meiri virkni en síðustu áratugi, það er þó erfitt að segja nákvæmlega til um það vegna þess að ekki hafa verið til góðar mælingar af þessu svæði fyrr en nýlega.

Kverkfjöll

Jarðskjálftavirknin í Kverkfjöllum heldur áfram. Í dag urðu nokkrir jarðskjálftar en enginn af þeim náði stærðinni 3,0 og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og dýpið á þeim jarðskjálfta var 5,3.

131220_1910
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum á næstu klukkutímum til dögum. Ég býst við að þessi virkni verði frekar lítil og enginn jarðskjálfti muni fara yfir stærðina 3,0.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum

Í dag (27-Nóvember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum. Jarðskjálftanhrinan var bara þrír jarðskjálftar. Það er möguleiki á frekar virkni í Esjufjöllum á næstunni.

131127_2225
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 1,8 og var á dýpinu 4,5 km. Síðasta eldgos í Esjufjöllum átti sér líklega stað árið 1927 en það hefur ekki verið staðfest ennþá af jarðfræðingum.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum

Þann 05-September-2013 varð minniháttar jarðskjálftahrina í Esjufjöllum. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,2 og á dýpinu 4,9 km.

130905_2200
Jarðskjálftahrinan í Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar eiga sér stað í Esjufjöllum vegna kvikuhreyfinga talið er. Einnig sem að það eru núna fleiri SIL stöðvar á þessu svæði og því mælast þarna minni jarðskjálftar en áður. Fyrir nokkrum árum síðan gat Veðurstofa Íslands eingöngu mælt jarðskjálfta sem voru aðeins stærri en 1,5.

Jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum

Í gær (04-September-2013) áttu sér stað nokkrir jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum sem eru staðsettir í Vatnajökli. Allir þessir jarðskjálftar voru minni en 3.0 að stærð.

Kverkfjöll

Mjög djúpir jarðskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum í gær. Dýpstu jarðskjálftanir voru á 31 km dýpi og 24 km dýpi. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist líklega kvikuhreyfingum innan eldstöðvarkerfis Kverkfjalla.

Grímsfjall

Einn jarðskjálfti mældist í Grímsfjalli í gær. Þessi jarðskjálfti var líklega ísskjálfti frekar en hefðbundinn jarðskjálfti.

Öræfajökull volcano

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Öræfajökli í gær. Dýpi þessara jarðskjálfta var 4 til 5 km. Jarðskjálftar eru ekki mjög algengir í Öræfajökli svo að ég er ekki viss afhverju þessi aukning hefur átt sér stað. Jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu og gæti það útskýrt hluta af þessari aukningu sem er að sjást núna í mældum jarðskjálftum. Fleiri jarðskjálftamælar þýða að smærri jarðskjálftar mælast núna í dag en áður.

Esjufjöll

Í gær voru þrír jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þriðji jarðskjálftinn gæti verið ísskjálfti. Ég er ekki viss um hvort að þetta er raunverulegur jarðskjálfti eða ekki. Venjulega er ekki jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum en fyrir nokkrum árum hófst jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum með jarðskjálftum sem voru með stærðina 2.5 til 3.0, þannig að eitthvað er að gerast í Esjufjöllum þó svo að ég sé ekki viss um hvað það er.

130904_2225
Jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum, Grímsfjall, Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með því að stórir atburðir muni eiga sér stað í Vatnajökli á þessari stundu. Þar sem að núverandi tímabil rólegheita virðist vera ennþá í gangi á Íslandi.

Jarðskjálftavirkni í Heklu, Kötlu, Krísuvík og Bárðarbungu

Það að styrkja mig um 10€ (evrur) hjálpar mér að reka þetta blogg. Þar sem ég er eingöngu á örorkubótum og þær duga varla fyrir öllum útgjöldum hjá mér þannig að ég geti lifað af yfir mánuðinn.

Eldstöðvanar Hekla og Katla

Ég ætla mér að skrifa bæði um Heklu og Kötlu hérna. Þar sem ég nota hvort sem er sömu mynd fyrir báðar eldstöðvanar.

Í gær (26.04.2013) varð jarðskjálfti með stærðina 1,1 í eldstöðinni Heklu. Þessi jarðskjálfti varð á sama stað og jarðskjálftahrina í Heklu fyrir páska sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi vegna Heklu. Óvissustigi vegna Heklu var síðar aflýst þegar ekkert meira gerðist.

130427_1730
Jarðskjálfti í eldstöðinni Heklu. Einnig á þessari mynd eru jarðskjálftar í Kötlu sem ég skrifar frekar um héðan fyrir neðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í eldstöðinni Kötlu hafa nokkrir jarðskjálfar átt sér stað undanfarið. Hingað til hafa þetta bara verið smáskjálftar sem hafa mælst. Þessir jarðskjálftar eru hinsvegar á svæði þar sem smágos átti sér stað sumarið 2011. Það smáeldgos olli jökulflóði sem tók af brúna við Múlakvísl og lokaði þessum hluta hringvegarins um tíma.

Þessa stundina er þessi virkni ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni. Í því tilfelli ef hún eykst. Sérstaklega ef það verður einnig breyting í Kötlu í kjölfarið á slíkri jarðskjálftavirkni.

Krísuvík

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Krísuvík í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og dýpið var í kringum 8,6 km. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði er mjög algeng og það virðist ekkert sérstakt við þessa jarðskjálftahrinu. Hinsvegar hafa tímabil þenslu og samdráttar átt sér stað í Krísuvík á síðustu þrem árum. Jarðskjálftahrinur virðast frekar eiga sér stað í Krísuvík þegar eldstöðin er að þenjast út. Frekar en þegar það dregur úr þenslu í eldstöðinni í Krísuvík. Ég veit ekki hvort að þensla á sér stað núna í Krísuvík þessa stundina.

130427_1730
Jarðskjálftavirkni í Krísuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Bárðarbungu núna í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,3 og dýpið var frá 18,8 til 11,1 km. Það er margt sem bendir til þess að upptök þessar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti. Sérstaklega þar sem að jarðskjálftahrina á svipuðum stað fyrir nokkrum vikum síðan var líklega einnig kvikuinnskot í Bárðarbungu.

130427_1730
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Þetta var líklega jarðskjálftahrina vegna kvikuinnskots í eldstöðina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það að minniháttar kvikuinnskot sé að eiga sér stað í Bárðarbungu þýðir ekki að eldstöðin muni gjósa. Hinsvegar gæti þetta þýtt aukna virkni í framtíðinni í Bárðarbungu. Þó er alveg eins líklegt að ekkert meira gerist í Bárðarbungu. Það er engin leið til þess að vita hvort verður raunin í Bárðarbungu eins og er.

Að öðru leiti hefur verið frekar rólegt á Íslandi síðustu vikur. Enda hafa engir stórir jarðskjálftar átt sér stað á Íslandi síðustu tvær vikunar, sérstaklega eftir að það dró úr jarðskjálftavirknni á Tjörnesbrotabeltinu.

Jarðskjálftar í Esjufjöllum

Jarðskjálftavirkni hefur hafst aftur í Esjufjöllum eftir talsvert hlé. Jarðskjálftavirkni hófst í Esjufjöllum fyrir nokkrum árum síðan og hefur átt sér stað með reglulegu millibili. Það hefur verið misjafnlega langt á milli þessra jarðskjálftahrina í Esjufjöllum og þessar hrinur hafa verið misjafnlega stórar. Jarðskjálftanir sem komu í dag voru eingöngu með stærðina 1,0 og 1,1. Dýpi þessara jarðskjálfta var þó áhugaverðara. Skráð dýpi var aðeins 0.1 km (í kringum 100 metrar) og verður það að teljast mjög grunnt.

130318_1510
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum er þar sem rauðu punktanir eru staðsettir. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosasaga Esjufjalla er nærri því óþekkt og því er lítið vitað hvernig eldgos haga sér og hver undanfari þeirra er. Af þeim sökum er nærri því ómögurlegt að segja til um hvað gerist næst í Esjfjöllum. Þó er alveg ljóst að það borgar sig að fylgjast með virkni í Esjufjöllum á næstunni. Þar sem jarðskjálftahrinur í Esjufjöllum fara oft hægt af stað. Byggi ég það mat á þeirri virkni sem hófst í Esjufjöllum árið 2011 og hefur haldið áfram síðan þá. Þó með löngum hléum eins og áður segir.