Lítilsháttar jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum

Síðustu klukkustundir í dag (05-Nóvember-2016) hafa átt sér stað nokkrir jarðskjálftar í Esjufjöllum [Wikipedia upplýsingar hérna]. Eldstöðin Esjufjöll fær venjulega ekki mikla athygli vegna þess að mjög lítið gerist þar almennt og varð síðasta jarðskjálftavirkni af þessari stærðargráðu árið 2013, stakir jarðskjálftar eiga sér stað endrum og sinnum í eldstöðinni. Jarðskjálftavirkni hófst svo vitað sé í Esjufjöllum árið 2002 (kort Veðurstofunnar er að finna hérna og hérna).

161105_2135
Jarðskjálftavirknin í Esjufjöllum, sem eru staðsett fyrir sunnan Grímsvötn og norð-austan við Öræfajökul. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina hafa ekki margir jarðskjálftar átt sér stað í Esjufjöllum. Það er hugsanlegt að það breytist á næstu klukkutímum en ég reikna ekkert sérstaklega með því. Mesti fjöldi jarðskjálfta sem hefur mælst hefur í einu (árið 2002 að minnsta kosti) var í kringum 40 – 80 jarðskjálftar (ég er ekki með betri tölu en þetta). Ástæða þess að jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað í Esjufjöllum er sú að kvika er að streyma upp í eldstöðina af miklu dýpi innan úr eldstöðinni. Á þessaris stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Esjufjöllum og hef það ólíklega gerist að það verði eldgos, þá reikna ég ekki með því að slíkt eldgos yrði stórt. Það er mín skoðun að hættan á eldgosi í Esjufjöllum sé minni en 2%.

Það er hugsanlegt að eldgos hafi átt sér stað í Esjufjöllum árið 1927 og verið í fjóra daga í kringum 5-September, en það eldgos hefur ekki verið staðfest að þessu sinni. Þetta eldgos hefur ekki verið staðfest og því eru hérna á ferðinni eignöngu um grunsemdir að ræða um að eldgos hafi átt sér stað. Upplýsingar um þetta eru ekki góðar vegna þess hversu afskekkt Esjufjöll eru eins og sjá má á þessu korti frá Veðurstofu Íslands. Esjufjöll eru staðsett suður af Grímsvötnum og norð-austan við Öræfajökul.