Jarðskjálfti með stærðina 3,5 átti sér stað í Bárðarbungu

Í gær (11-Nóvember-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti eins og þeir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði verða vegna þess að eldstöðin er að þenjast út vegna innflæðis nýrrar kviku. Það ferli hófst í September-2015 og er ennþá í gangi og mun verða í gangi til lengri tíma. Síðasta jarðskjálftavirkni sem varð til vegna þenslu í Bárðarbungu hófst árið 1973 og varði til ársins 1996 (vísindagrein um það ferli má lesa hérna á ensku). Eftir árið 1996 var lítil virkni í Bárðarbungu fram að árunum í kringum árið 2010 og þangað til að það fór að gjósa árið 2014.

161105_1335
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan í Bárðarbungu mun leiða til eldgoss einn daginn en það er ekki hægt að spá fyrir um það hvenær slíkt mun gerast.