Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (14-Nóvember-2016) hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta hefur verið mjög lítil hrina og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar sem hafa átt sér stað hafa verið minni að stærð.

161114_1335
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina hefur verið mjög lítil framan af degi og það virðist ekki stefna í að þessi jarðskjálftahrina þróist yfir í að verða stærri jarðskjálftahrinu. Lítið er að gerast á öðrum stöðum á Íslandi þessa stundina og mjög rólegt. Stakir jarðskjálftar eiga sér stað hér og þar eins og búast má við.