Þessa dagana er lítið að gerast í jarðskjálftavirkni á Íslandi. Engin stórvægileg jarðskjálfti á sér núna á stað á Íslandi. Það hafa orðið á þessum tíma nokkrir jarðskjálftar sem hafa náð stærðinni 3,0 og yfir. Þetta er byggt á sjálfvirkum teljara og er ekki sama tala og yfirfarnar niðurstöður hjá Veðurstofunni gefa upp. Þar verða að jafnaði 300 til 400 jarðskjálftar á viku þessa dagana eða um 1200 jarðskjálftar á mánuði.
Jarðskjálftavirknin á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ekki hægt að vita hversu lengi þetta rólega tímabil mun vara á Íslandi. Nú þegar er það búið að vara í þrjár vikur og komið að fjórðu vikunni. Það eina sem er hægt að gera er að bíða og sjá hvernig málin þróast og slaka á á meðan það er svona rólegt á Íslandi.