Sérstök grein: Jarðskjálftarnir á Ítalíu

Hérna er sérstök grein um jarðskjálftana á Ítalíu. Því miður veit ég ekki nóg um jarðfræði Ítalíu til þess að geta gefið góða greiningu hérna á því hvar þessir jarðskjálftar eru að eiga sér stað, fyrir utan almenna staðsetningu á þeim á Ítalíu. Vefsíður með nákvæmari upplýsingar og myndir er að finna hérna (á ensku) og hérna (á Ítölsku). Þessar greinar eru með myndir af jarðskjálftum sem hafa orðið þarna yfir margra ára tímabil og síðan jarðskjálfta síðustu daga og eftiskjálfta (Ítalska greinin). Þarna er myndir sem ég get ekki notað hérna vegna höfundaréttar, ég get aðeins notað mynd frá USGS (enska greinin) hérna.

Jarðskjálftarnir í mið-Ítalíu

Þann 26-Október-2016 hófst jarðskjálftahrina á Ítalíu. Þessi jarðskjálftahrina hófst með jarðskjálfta sem var með stærðina 5,5 (EMSC upplýsingar). Í kjölfarið kom jarðskjálfti með stærðina 6,1 (EMSC upplýsingar). Jarðskjálftinn með stærðina 5,5 var forskjálfti (Upplýsingar á Wikipedia, á ensku) en það gerir jarðskjálftann með stærðina 6,1 að aðal-jarðskjálftanum í þeirri jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftinn með stærðina 6,5 (EMSC Upplýsingar) sem varð í dag (30-Október-2016) er nýr jarðskjálfti á þessu svæði. Þessum jarðskjálfta hefur fylgt gífurlega mikil eftirskjálftavirkni og er fjöldi eftirskjálfta yfir 300 jarðskjálfta/klukkutímann þegar mest er (þetta er lauslegt mat á fjölda jarðskjálfta) á aðal jarðskjálftasvæðinu þar sem aðal-jarðskjálftinn átti sér stað. Það er mín skoðun að líklega verður þarna annar stór jarðskjálfti fljótlega, hugsanlega á næstu dögum en það gæti jafnvel dregist í nokkrar vikur eða mánuði. Það hjálpar ekki aðstæðum að þetta svæði á Ítalíu er fullt af misgengjum sem eru virk í dag (það verða jarðskjálftar á þeim á nokkura áratugafresti til nokkur hundruð áratuga fresti).

161026-191800-bovz-psn
Jarðskjálftinn með stærðina 6,1 á Ítalíu þann 26-Október-2016. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

161030-064000-bovzne-psn
Jarðskjálftainn með stærðina 6,5 á Ítalíu þann 30-Október-2016. Þarna sjást ljóðréttur ás (Z) og síðan N-S og E-W (Austur-Vestur) ásanir. Þessi mæling er frá Danmörku, þar sem ég á heima og er með jarðskjálftamæli. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

161030-064000-bovz-psn
Jarðskjálftinn á Ítalíu, þetta er jarðskjálftinn með stærðina 6,5. Þetta er hærri upplausn en á myndinni fyrir ofan. Þarna sést vel hvernig jarðskjálftinn kom fram á Ítalíu. Þessi mynd er undir Creative Commons Leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Það er mjög óljóst hvernig þróunin verður á Ítalíu næstu daga, vikur og mánuði vegna þess hversu flókið þetta svæði er jarðfræðilega. Það er alveg ljóst að þarna mun verða virkni næstu mánuðina eftir þessa jarðskjálfta. Ég þekki ekki þetta svæði nógu vel jarðfræðilega til þess að geta komið með einhverja ágiskun. Umrætt svæði er niðurreksbelti (subduction zone) (sem er á þurru landi) og það gerir spádóma um hvernig þetta mun þróast mun erfiðarði og flóknari.

image-20160824-30259-fv2q41
Mynd sem sýnir jarðfræði Ítalíu á einfaldan máta. Myndin er frá USGS.

Ég veit ennfremur ekki hversu oft svona jarðskjálftahrinur eiga sér stað á Ítalíu. Ég hef aðeins fáar vísbendingar og þær eru mjög óljósar þegar maður les yfirlit yfir þekkta jarðskjálfta á Ítalíu (Wikipedia). Á ŚIlandi verða svona jarðskjálftahrinur með rúmlega 13 – 90 ára millibili á suðurlandsbrotabeltinu (ég skrifaði um það hérna á ensku). Ég veit ekki hversu oft svona jarðskjálftahrinur verða á Ítalíu en mig grunar þær verði á nokkur hundruð ára fresti. Það sem ræður því hversu oft svona jarðskjálftahrinur verða er hversu mikil hreyfing er á þeim misgengjum sem eru á þessu svæði og ég hef ekki þær upplýsingar.

Ef eitthvað nýtt gerist á Ítalíu. Þá mun ég uppfæra þessa grein.

Nýjar upplýsingar þann 01-Nóvember-2016 klukkan 23:53

Í morgun (þann 01-Nóvember-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 4,9 í Ítalíu (EMSC Upplýsingar). Þetta er ekki stór stærð en á svæði sem er nú þegar mikið skemmt vegna jarðskjálfta, þá getur þessi jarðskjálfti aukið þær skemmdir ef hann varð mjög nærri byggð. Eftirskjálftavirkni er ennþá mjög mikil í Ítalíu.

Grein uppfærð þann 01-Nóvember-2016 klukkan 23:56.