Jarðskjálftavirkni í Heklu, Kötlu, Krísuvík og Bárðarbungu

Það að styrkja mig um 10€ (evrur) hjálpar mér að reka þetta blogg. Þar sem ég er eingöngu á örorkubótum og þær duga varla fyrir öllum útgjöldum hjá mér þannig að ég geti lifað af yfir mánuðinn.

Eldstöðvanar Hekla og Katla

Ég ætla mér að skrifa bæði um Heklu og Kötlu hérna. Þar sem ég nota hvort sem er sömu mynd fyrir báðar eldstöðvanar.

Í gær (26.04.2013) varð jarðskjálfti með stærðina 1,1 í eldstöðinni Heklu. Þessi jarðskjálfti varð á sama stað og jarðskjálftahrina í Heklu fyrir páska sem varð til þess að almannavarnir lýstu yfir óvissuástandi vegna Heklu. Óvissustigi vegna Heklu var síðar aflýst þegar ekkert meira gerðist.

130427_1730
Jarðskjálfti í eldstöðinni Heklu. Einnig á þessari mynd eru jarðskjálftar í Kötlu sem ég skrifar frekar um héðan fyrir neðan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í eldstöðinni Kötlu hafa nokkrir jarðskjálfar átt sér stað undanfarið. Hingað til hafa þetta bara verið smáskjálftar sem hafa mælst. Þessir jarðskjálftar eru hinsvegar á svæði þar sem smágos átti sér stað sumarið 2011. Það smáeldgos olli jökulflóði sem tók af brúna við Múlakvísl og lokaði þessum hluta hringvegarins um tíma.

Þessa stundina er þessi virkni ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með þessari virkni. Í því tilfelli ef hún eykst. Sérstaklega ef það verður einnig breyting í Kötlu í kjölfarið á slíkri jarðskjálftavirkni.

Krísuvík

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Krísuvík í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,9 og dýpið var í kringum 8,6 km. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði er mjög algeng og það virðist ekkert sérstakt við þessa jarðskjálftahrinu. Hinsvegar hafa tímabil þenslu og samdráttar átt sér stað í Krísuvík á síðustu þrem árum. Jarðskjálftahrinur virðast frekar eiga sér stað í Krísuvík þegar eldstöðin er að þenjast út. Frekar en þegar það dregur úr þenslu í eldstöðinni í Krísuvík. Ég veit ekki hvort að þensla á sér stað núna í Krísuvík þessa stundina.

130427_1730
Jarðskjálftavirkni í Krísuvík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Bárðarbungu núna í dag (27.04.2013). Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,3 og dýpið var frá 18,8 til 11,1 km. Það er margt sem bendir til þess að upptök þessar jarðskjálftahrinu sé að finna í kvikuinnskoti. Sérstaklega þar sem að jarðskjálftahrina á svipuðum stað fyrir nokkrum vikum síðan var líklega einnig kvikuinnskot í Bárðarbungu.

130427_1730
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Þetta var líklega jarðskjálftahrina vegna kvikuinnskots í eldstöðina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það að minniháttar kvikuinnskot sé að eiga sér stað í Bárðarbungu þýðir ekki að eldstöðin muni gjósa. Hinsvegar gæti þetta þýtt aukna virkni í framtíðinni í Bárðarbungu. Þó er alveg eins líklegt að ekkert meira gerist í Bárðarbungu. Það er engin leið til þess að vita hvort verður raunin í Bárðarbungu eins og er.

Að öðru leiti hefur verið frekar rólegt á Íslandi síðustu vikur. Enda hafa engir stórir jarðskjálftar átt sér stað á Íslandi síðustu tvær vikunar, sérstaklega eftir að það dró úr jarðskjálftavirknni á Tjörnesbrotabeltinu.