Jarðskjáltavirkni í Heklu, Öskju og Tjörnesbrotabeltinu

Það að styrkja mig hjálpar mér að reka þetta blogg og jarðskjálftamælanetið sem ég er með á Íslandi. Vefsíðan með jarðskjálftamælunum mínum er að finna hérna.

Eldstöðin Hekla

Í gær voru smáskjálftar í Heklu. Enginn þessara jarðskjálfta var stærri en 1,2 og voru með dýpið í kringum 8,4 km. Þessi jarðskjálftavirkni var í sprungusveim sem liggur frá Heklu til suðvesturs.

130424_0235
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað þarna í nokkur ár núna. Ég hef ekki hugmynd um hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir. Þetta gæti verið bara hefðbundin jarðskjálftavirkni og ekkert meira. Óvissustig hefur verið aflétt af Heklu síðan fljótlega eftir páska. Óvissustigi var aflétt vegna skorts á virkni í Heklu.

Eldstöðin Askja

Það hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Öskju síðustu daga. Enginn þeirra jarðskjálfta sem hefur mælst undanfarið hefur náð stærðinni 1,5. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 18 til 22 km. Dýpi þessara jarðskjálfta bendir til þess að þessir jarðskjálftar eigi upptök sín í kvikuhreyfingum frekar en jarðskorpuhreyfingum í Öskju.

130424_1440
Jarðskjálftar í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tjörnesbrotabeltið

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Tjörnesbrotabeltinu eftir stóru jarðskjálftahrinuna sem hófst þann 2. Apríl 2013. Jarðskjálftavirknin hefur ekki hætt, en dregið hefur úr jarðskjálftavirkninni umtalsvert á síðustu þrem vikum. Þó er jarðskjálftavirkni ennþá viðvarandi á Tjörnesbrotabeltinu.

130424_1650
Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu. Jarðskjálftavirknin er bundin við tvö svæði eins og staðan er núna. Ný virkni hefur einnig verið að eiga sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er vonlaust, í besta falli mjög erfitt að segja til um það hvað gerist á Tjörnesbrotabeltinu í framtíðinni. Mikil spenna er ennþá til staðar á Tjörnesbrotabeltinu þó svo að þar hafi átt sér stað jarðskjálftar undanfarnar vikur. Á þessari stundu er hinsvegar rólegt. Það gæti hinsvegar breyst skyndilega og án viðvörunar. Það er ómögurlegt að segja til um það hvenar virknina gæti tekið aftur upp á Tjörnesbrotabeltinu.