Jarðskjálfti með stærðina 3,2 í Torfajökli

Í dag (23-Júní-2016) klukkan 20:36 varð jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 2,1 km í Torfajökli.

160623_2100
Græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn í Torfajökli átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt nýlegri tilkynningu þá fannst þessi jarðskjálfti á nálægu tjaldsvæði. Engir frekari jarðskjálftar hafa átt sér stað þarna ennþá, það gerist einstaka sinnum að stakir jarðskjálftar sem eru með stærðina 3,0 eða stærri verða án þess að frekari jarðskjálftar verði. Ég veit ekki hvort að það sé hverasvæði þar sem þessi jarðskjálfti átti sér stað.

Áframhaldandi þensla í Bárðarbungu, gasútstreymi óbreytt

Samkvæmt frétt á Vísir.is þá heldur Bárðarbunga ennþá að þenjast út á svipuðum hraða og síðan að eldgosinu lauk í Holuhauni samkvæmt GPS mælingum. Gas útstreymi frá kötlum sem mynduðust í kjölfarið á eldgosinu 2014 hefur einnig haldist óbreytt síðasta árið. Skálin sem myndaðist í öskju Bárðarbungu er nærri því orðin full núna vegna innstreymis íss og nýs snjós sem hefur komið síðasta árið.

Umræddur rannsóknarleiðangur var farinn 3 til 10 Júní. Einnig sem að nýr jarðskjálftamælir var settur á öskjubrún Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftamælir er hluti af SIL mælaneti Veðurstofunnar en ef svo er þá ætti þessi nýi jarðskjálftamælir að koma fram á vef Veðurstofunnar fljótlega (vona ég). Frekari upplýsingar um þennan leiðangur má lesa í frétt Vísir.is.

Lítið jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli

Fyrir nokkrum dögum síðan hófst lítil jökulhlaup úr vestari skaftárkatlinum í Vatnajökli. Þetta er mjög lítið jökulhlaup og ekki er reiknað með neinu tjóni vegna þess. Það er reiknað með að þetta jökulhlaup verði lítið, þar sem stutt er síðan síðast hlaup kom úr vestari skaftárkatlinum.

jok.svd.23.06.2016.at.19.57.utc
Óróleiki á óróaplotti Veðurstofu Íslands vegna jökulhlaupsins. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar vatnsþrýstingur fellur á jarðhitakerfinu í vestari skaftárkatlinum þá koma stundum fram óróatoppar í kjölfarið. Ástæða þess er ekki þekkt að þetta gerist er ekki þekkt en helstu hugmyndirnar eru þær að kvika fari af stað í jarðhitakerfinu vegna þrýstiléttis í kjölfarið á því að ketlinn tæmist. Myndin að ofan sýnir óróatopp (við endann) sem er núna að koma fram í kjölfarið á jökulhlaupinu úr vestari skaftárkatlinum. Það er ekki reiknað með að eldgos verði þarna í kjölfarið á þessu jökulhlaupi, þar sem venjulega þá gerist ekki neitt meira en bara óróatoppar í kjölfarið á svona jökulhlaupi.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í dag (23-Júní-2016) voru djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Enginn af þeim jarðskjálftum sem varð var stór, dýpi nokkura af þessum jarðskjálftum var mikið. Mesta dýpið sem mældist var 28 km, á þessu dýpi er það kvika sem veldur jarðskjálftum.

160623_1415
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Önnur áhugaverð virkni kom einnig fram í sunnanveðrum öskjubarminum í Kötlu. Þar virðist hafa komið upp kvikuinnskot í kjölfarið á litlu eldgosi sem varð þarna í Júlí-2011 (mitt mat, vísindamenn eru ennþá ósammála). Þetta kvikuinnskot er staðsett svo til beint norður af Vík í Mýrdal. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvernig þetta kvikuinnskot mun þróast eða hvort að eldgosahætta stafi af því. Það er hætta á eldgosi þarna ef kvikuþrýstingur eykst í þessu kvikuinnskoti, en það þarf ekki að gerast. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.