Óróabreyting nærri Grímsfjalli

Það hefur orðið breyting á óróa á SIL stöðvum nærri Grímsvötnum. Þessi óróabreyting kemur fram á nokkrum SIL stöðvum næst Vatnajökli. Þessi órói er sterkastur á SIL stöðvunum Húsbónda og Jökulheimum. Það er hugsanlegt að orsök þessa óróa sé önnur en kvikhreyfing, sem dæmi jökulhlaup, hreyfing á jöklinum eða eitthvað annað. Þetta er ekki manngerður hávaði, þar sem þetta kemur fram á nokkrum SIL stöðvum samtímis.

hus.05.09.2016.at.01.29.utc
Húsbóndi SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.05.09.2016.at.01.29.utc
Jökulheimar SIL stöð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina veit ég ekki hvað er að valda þessum óróa á þessum SIL stöðvum. Þetta er ekki veðrið þar sem veður er gott á Íslandi þessa stundina. Engin breyting er á SIL stöðinni í Grísmfjalli þannig að þetta er ekki í þeirri eldstöð. Þetta er hinsvegar innan sprungusveims Grímsfjalls en þar er einnig eldstöðin Þórðarhyrna sem síðast gaus árið 1902. Upplýsingar um eldgos í Þórðarhyrnu er að finna í eldgosasögu Grímsvatna.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja.

Jarðskjálftar í Bárðarbungu þann 2-September-2016

Þann 2-September-2016 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu, fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 en sá seinni með stærðina 3,5.

160903_1705
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu þann 2-September-2016. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað núna næstum því vikulega í Bárðarbungu og er orðin svo algeng að ég sleppi því stundum að skrifa um þessa virkni. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er að jarðskorpan í Bárðarbungu er ennþá að jafna sig eftir eldgosið í Holuhrauni. Það er líklegt að þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verði í gangi næstu árin. Það sem flækir málin ennfremur er rekið sem er hafið á þessu svæði og mun verða í gangi næstu árin. Útkoman af þessari blöndu á eftir að verða mjög áhugaverð.