Þetta er stutt grein þar sem ég er ennþá að afla mér upplýsinga um stöðu mála.
Í nótt um klukkan 03:00 hófst jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta hefur verið mjög kröftug jarðskjálftahrina talið í fjölda jarðskjálfta sem hafa mælst. Þegar þetta er skrifað hafa komið fram 92 jarðskjálftar. Þessi tala er stöðugt að breytast eftir því sem fleiri jarðskjálftar mælast.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt yfirlýsingu frá Veðurstofu Íslands þá er rafleiðni í jökulám í kringum Kötlu hærri en venjulega á þessum árstíma eða í kringum 190uS. Það hefur enginn gosórói komið fram ennþá í Kötlu, þegar slíkur órói kemur fram þá mun það verða mjög augljóst á mælaneti Veðurstofunnar þar sem gosóróinn mun verða miklu hærri en bakgrunnshávaðinn (umferð, vindur, sjávargangur).
Ég mun uppfæra þessa grein eftir þörfum og eftir því sem frekari upplýsingar koma fram.
Uppfærsla klukkan 19:05
Jarðskjálftavirknin hefur haldið áfram í dag eins og búast mátti við, yfir daginn þá hafa orðið smá hlé á virkninni áður en jarðskjálftavirknin heldur áfram. Núna þegar þessi uppfærsla er skrifuð hefur jarðskjálftavirknin dottið niður eins og gerst hefur í dag. Stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 16:28 og var með stærðina 3,0 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 18:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Kort með staðsetningum
Meirihluti af þeirri jarðskjálftavirkni sem er að eiga sér stað á sér stað norðan við sigsketil 16 (sjá kort). Það minnkar líkunar á því að þessi jarðskjáfltavirkni sé tengt háhitakerfum í kötlu öskjunni og breytingum á þeim. Þar sem hverir bræða botn Mýrdalsjökuls og valda sigi og jökulhlaupum einstaka sinnum yfir sumarið. Það virðist hinsvegar sem að jarðskjálftavirknin sé núna kominn í sigkatla númer 10, 11 og jafnvel 16, ég er ekki alveg viss á þessu eins og stendur vegna skorts á smáatriðum.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu árið 2011. Sigkatlar eru merktir inná þetta kort með númerum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Tengill í upprunalegu myndina er að finna hérna.
Greinin var uppfærð klukkan 19:05. Uppfærslu bætt við.
Greinin er uppfærð klukkan 19:56. Korti frá árinu 2011 bætt við.