Þann 2-September-2016 urðu tveir jarðskjálftar í Bárðarbungu, fyrri jarðskjálftinn var með stærðina 3,3 en sá seinni með stærðina 3,5.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu þann 2-September-2016. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni á sér stað núna næstum því vikulega í Bárðarbungu og er orðin svo algeng að ég sleppi því stundum að skrifa um þessa virkni. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er að jarðskorpan í Bárðarbungu er ennþá að jafna sig eftir eldgosið í Holuhrauni. Það er líklegt að þessi gerð af jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu verði í gangi næstu árin. Það sem flækir málin ennfremur er rekið sem er hafið á þessu svæði og mun verða í gangi næstu árin. Útkoman af þessari blöndu á eftir að verða mjög áhugaverð.