Jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Bárðarbungu

Í dag (23.01.2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu í nokkrar vikur núna.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir eldgosið í Holuhrauni árið 2014 – 2015.

Jarðskjálftahrinur í Kötlu

Síðan á laugardaginn 21-Janúar-2017 hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið frekar lítil og dreifð um alla öskjuna. Þetta er mjög óvenjuleg jarðskjálftavirkni í Kötlu fyrir þennan árstíma. Þær jarðskjálftahrinur sem hafa átt sér stað eru dreifðar yfir alla öskjuna og stærstu jarðskjálftinn sem hefur mælst náði eingöngu stærðinni 2,4.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er mjög óvenjuleg í Kötlu, þar sem venjulega er rólegt í jarðskjálftum á þessum árstíma og alveg fram í Júní og jafnvel fram í miðjan Júlí. Á þessum árstíma bætist í snjóinn ofan á Mýrdalsjökli og það dregur venjulega úr þeirri jarðskjálftavirkni sem er í Kötlu og snjór hefur verið að bætast við jökulinn síðan um miðan Nóvember hið minnsta, líklega aðeins fyrr þar sem það byrjar venjulega að snjóa fyrr á svæðum sem standa hærra. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi, þó svo að aðeins hafi dregið úr jarðskjálftavirkninni síðustu klukkutíma.