Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Þann 4 og 6 Janúar 2017 urðu jarðskjálftar í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn sem varð 4. Janúar 2017 var með stærðina 3,3 (að mig minnir) en jarðskjálftinn sem varð þann 6. Janúar var með stærðina 3,5. Báðir jarðskjálftar voru á öskjujaðrinum í Bárðarbungu. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út vegna innstreymis kviku inn í eldstöðina, þetta innstreymi virðist vera mjög mikið og mun meira en ég bjóst við. Þar sem innstreymi kviku kemur í púlsum sem eru misstórir þá verða jarðskjálftahrinunar misstórar og vara mislengi.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi gerð af jarðskjálftavirkni er orðin mjög regluleg í Bárðarbungu. Ég reikna ekki með að það breytist neitt á næstunni. Það sem ég reikna með að gerist er að það haldi áfram að draga úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu en jarðskjálftar haldi áfram að gerst en lengra verði á milli jarðskjálfta og þeir verði stærri í kjölfarið.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Þann 5. Janúar 2017 varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni í Kötlu á þessum árstíma er mjög sjaldgæf, þar sem venjulega er Katla mjög róleg á þessum árstíma. Þessa dagana virðist vera úti um friðinn.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var stærsti jarðskjálftinn í lítilli jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í öskju Kötlu þennan dag. Síðan þessi jarðskjálftahrina átti sér stað hefur verið rólegt en slæmt veður hefur einnig verið að trufla mælingar á jarðskjálftum á þessu svæði undanfarna daga og á öllu Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Henglinum

Þann 4 Janúar 2017 varð jarðskjálftahrina í Henglinum og var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu með stærðina 3,7 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8. Stærstu jarðskjálftarnir fundust í Reykjavík, Selfossi, Hveragerði og nágrenni. Samtals urðu 150 jarðskjálftar í þessari hrinu.


Jarðskjálftahrinan í Henglinum þann 4. Janúar 2017. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina varð vegna þess að jarðskorpan er að reka í sundur á þessu svæði og er að síga í leiðinni. Samkvæmt tímaritsgrein frá árinu 1973 (greinin) þá varð stór jarðskjálftahrina á þessu svæði árið 1789 og þá lækkaði Þingvallavatn um heila 63 sm (það er reyndar talið vanmat). Síðustu slíku hrinur urðu líklega á miðri 19 öldinni (hef það þó ekki staðfest) og síðan einhverntímann á fyrri hluta 20 aldarinnar. Svona rek veldur því að rekdalur myndast hægt og rólega, enda er svæðið frá Hveravöllum og langt suður eftir Reykjaneshrygg í reynd einn stór rekdalur, þó svo að slíkt sjáist ekki allstaðar.