Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Þann 4 og 6 Janúar 2017 urðu jarðskjálftar í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn sem varð 4. Janúar 2017 var með stærðina 3,3 (að mig minnir) en jarðskjálftinn sem varð þann 6. Janúar var með stærðina 3,5. Báðir jarðskjálftar voru á öskjujaðrinum í Bárðarbungu. Ástæðan fyrir þessari jarðskjálftavirkni er sú að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út vegna innstreymis kviku inn í eldstöðina, þetta innstreymi virðist vera mjög mikið og mun meira en ég bjóst við. Þar sem innstreymi kviku kemur í púlsum sem eru misstórir þá verða jarðskjálftahrinunar misstórar og vara mislengi.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi gerð af jarðskjálftavirkni er orðin mjög regluleg í Bárðarbungu. Ég reikna ekki með að það breytist neitt á næstunni. Það sem ég reikna með að gerist er að það haldi áfram að draga úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu en jarðskjálftar haldi áfram að gerst en lengra verði á milli jarðskjálfta og þeir verði stærri í kjölfarið.