Á Föstudeginum 6, Janúar 2017 varð jarðskjálfti með stærðina 1,6 en þessi jarðskjálfti varð á 25 km dýpi í Bárðarbungu. Jarðskjálftar á þessu dýpi verða vegna kvikuhreyfinga en ekki vegna flekahreyfinga á jarðskorpuflekanum samkvæmt jarðfræðingum. Jarðskjálftar eru einnig mjög sjaldgæfir á þessu dýpi á Íslandi. Í dag, þann 8, Janúar 2017 varð síðan jarðskjálfti á 7,3 km dýpi með stærðina 3,5 í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þenslan í Bárðarbungu virðist vera orðin talsvert mikil samkvæmt því sem mælingar gefa til kynna, það virðist einnig sem svo að þenslan sé hraðari en ég gerði (persónulega) ráð fyrir. Það er ekki hægt að segja til um það hvar eða hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Eldgosartímabil í Bárðarbungu vara í rúmlega 10 til 20 ár miðað við það sem söguleg gögn sýna fram á. Það er er einnig rekhrina á þessu svæði sem gerir stöðu mála mun flóknari en venjulega og gerir nú þegar mjög flókna stöðu ennþá flóknari. Það er einnig þannig að eldgos geta átt sér stað í Bárðarbungu kerfinu fyrir utan megineldstöðina, þá helst í Hamrinum (Loki-fögrufjöll), síðasta eldgos varð í Hamrinum í Júlí 2011 og varði í 8 – 12 tíma og olli jökulflóði en það náði ekki uppúr jöklinum.
Í gögnum Global Volcanism Program (tengill ofar í greininni) er að hægt að sjá þetta munstur um eldgosahrinur sem vara í 10 til 20 ár mjög vel (eins vel og söguleg gögn leyfa). Gott dæmi um þetta er hrina eldgosa sem átti sér stað í seinni hluta 19 aldar og náði til upphafs 20 aldar.
Árið 1862 Júní 30 – 1864 Október 15 (skekkja er +-45 dagar). Það svæði sem gaus þá var Tröllagígar.
Árið 1872 – Dagsetning ekki þekkt og svæði sem gaus á ekki almennilega þekkt. Hugsanlega Dyngjuháls.
Árið 1902 Desember – 1903 Júní. Það er ekki þekkt hvar gaus, hugsanlega Dyngjuháls.
Árið 1910 Júní – 1910 Október. Svæði sem gaus á var Loki-Fögrufjöll, einnig þekkt sem Hamarinn.