Áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni kemur í tveim gerðum, fyrri gerðin eru jarðskjálftahrinu en sú seinni eru stakir jarðskjálftar sem eru dreifðir um öskju Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vísbendinganar eru þess eðlis að líklega mun gjósa í Kötlu fljótlega. Hinsvegar er ennþá möguleiki á því að Katla muni róast niður aftur og ekkert frekar muni gerast, aftur á móti eins og málin standa í dag. Þá er það ólíklegri niðurstaða. Þetta er sérstaklega mikilvægt þar sem jarðskjálftavirknin í Kötlu hefur verið í gangi síðan í lok Ágúst-2015 og það virðist lítið vera að breytast þar, þó svo að það dragi aðeins úr virkninni einhverja daga og vikur tímabundið. Þessa stundina er jarðskjálftavirknin í Kötlu frekar lítil og aðeins smáskjálftar að eiga sér stað. Þessa stundina hafa allir jarðskjálftar verið minni en 3,0 að stærð og það er engin merki þess að draga sé úr jarðskjálftavirkni í Kötlu.

Jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið

Í gær (22.02.2017) varð jarðskjálftahrina nærri Skjaldbreið (svæði sem er kennt við eldstöðina Presthnjúkar hjá Global Volcanism Program).


Jarðskjálftavirknin nærri Skjaldbreið í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta var lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn aðeins með stærðina 2,2 og það dýpi sem kom fram var frá 18,3 km og upp að 1,1 km. Þessari jarðskjálftahrinu er lokið núna.