Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í gær (30.01.2017) var nákvæmlega ein vika síðan jarðskjálftahrina (greinin er hérna) varð í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er virkni sem er að stöðugt að endurtaka sig en það virðist hafa orðið smá breyting á virkninni undanfarið. Það virðist sem að þeir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað séu að vaxa í stærð en fjöldi þeirra jarðskjálfta sem verður hefur ekki aukist mikið frá því sem hefur verið. Jarðskjálftar með stærðina 4,3 færa öskjubotninn í Bárðarbungu upp um örfáa millimetra í hvert skipti og þessir millimetrar eru farnir að safnast saman. Ég veit ekki hver breytingin er vegna skorts á GPS gögnum.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í síðustu jarðskjálftahrinu urðu eftirtaldir jarðskjálftar (í þeirri röð sem þeir urðu), jarðskjálfti með stærðina 4,3, jarðskjálfti með stærðina 4,1 og jarðskjálfti með stærðina 3,4. Dýpi þessara jarðskjálfta var annað en venjulega, dýpið var frá 9,4 til 8,3 km. Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast á þessu dýpi. Það er hugsanlegt að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna og búa sér þannig til nýja leið, það er einnig möguleiki á því að kvikan sé einfaldlega að ýta upp öskjunni hægt og rólega. Jarðskjálftavirkni verður þegar kvika kemur inn í Bárðarbungukerfið á miklu dýpi. Þessi virkni mun halda áfram í mjög langan tíma, hugsanlega þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu.

Kröftug jarðskjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg

Í gær (27.01.2017) og í dag (28.01.2017) hefur verið kröftug jarðskjálftahrina á Kolbeinseyjarhrygg nokkuð fyrir norðan Kolbeinsey. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,6 samkvæmt EMSC (upplýsingar hérna). Þetta svæði eða svæði nálægt þar sem eru núna jarðskjálftar gaus eða þar varð kvikuinnskot árið 1999. Það er þó ekki staðfest með neinum öruggum hætti.


Jarðskjálftahrinan norðan við Kolbeinsey á Kolbeinseyjarhrygg. Grænu stjörnurnar sýna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram í dag (28.01.2017) með stærðina mb4,6. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Það hafa verið í kringum 6 jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 í þessari hrinu. Nákvæmlega tölu er hinsvegar erfitt að finna út vegna fjarlægðar þessar jarðskjálftahrinu frá SIL mælaneti Veðurstofu Íslands og það gerir erfitt fyrir Veðurstofu Íslands að meta fjölda og stærðir þeirra jarðskjálfta sem hafa orðið. Fjarlægðirnar voru 85 km og síðan 160 km frá Kolbeinsey. Það virðist sem að þarna hafi orðið tvær jarðskjálftahrinur síðasta sólarhringinn en erfitt að segja til um hvað annað gæti hugsanlega verið að gerast á þessu svæði í augnablikinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi á þessu svæði (held ég).

Jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Kötlu

Í dag (26.01.2017) klukkan 15:14 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Kötlu. Samkvæmt fréttum þá fannst þessi jarðskjálfti í Vík í Mýrdal og í nágrenninu. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,0 og þriðji stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,9. Þessa stundina hafa aðrir jarðskjálftar verið minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu, græna stjarnan sýnir þar sem jarðskjálftinn með stærðina 4,3 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn í Kötlu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð, þetta er jarðskjálftinn með stærðina 4,3. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Engar stórar breytingar hafa sést á óróamælum í kringum Kötlu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Þó er hugsanlegt að illa greinanleg merki hafi sést á einni SIL stöðinni um að háhitasvæði hafi orðið æst rétt áður en jarðskjálftinn átti sér stað, það er þó ekki hægt að staðfesta það með neinum öruggum hætti.

Ég mun uppfæra þessa grein eftir því sem þurfa þykir ef eitthvað meira gerist í Kötlu.

Jarðskjálftahrina undir Grímsey

Í gær (25.01.2017) varð jarðskjálftahrina beint undir Grímsey. Það gerist ekki oft að jarðskjálftahrinur verði beint undir Grímsey, þrátt fyrir talsverða virkni á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálftahrina er að nálgast það að verða miðlungs hrina (minn eigin mælieining), það hafa orðið 36 jarðskjálftar þegar þetta er skrifað. Einhverjir jarðskjálftar hljóta að hafa fundist í Grímsey, þó svo að það hafi ekki verið tilkynnt svo að ég viti til. Þeir jarðskjálftar sem hafa orðið eru ekki nægjanlega stórir til þess að valda tjóni, það getur hinsvegar glamrað í glösum og diskum í skápum.


Jarðskjálftahrinan undir Grímsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,8 og 2,7. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð hingað til. Ég tel víst að þessari jarðskjálftahrinu sé ekki lokið ennþá, þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkninni þessa stundina.

Snörp aukning á jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu 24 klukkustundirnar þá hefur verið mikil aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Þessi aukna virkni hófst í gær með jarðskjálftahrinum í kötluöskjunni, það hefur síðan haldið áfram síðustu klukkutímana með löngum hléum á milli. Þessi jarðskjálftavirkni er vegna þess að kvikan er að reyna brjóta sér leið uppúr eldstöðinni en hefur ekki alveg orkuna í það ennþá. Það er ekki vitað afhverju jarðskjálftarnir verða á 0,1 km dýpi, það er kenning um það að eldstöðin sé orðin svo heit að innan að þar geta ekki lengur orðið jarðskjálftar en það hefur ekki verið sannað ennþá. Hægt er að lesa um kvikukerfi Kötlu hérna og hérna (pdf) á ensku.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 24 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Þessa stundina hafa komið fram í kringum 74 jarðskjálftar. Mig grunar að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni í Kötlu en reikna má með hléum sem vara frá nokkrum klukkutímum yfir í nokkra daga, jafnvel upp í nokkrar vikur. Afhverju þessi hegðun kemur fram veit ég ekki. Það er einnig nauðsynlegt að taka það fram að talsvert hefur komið af jarðskjálftum með neikvætt gildi. Þeir jarðskjálftar koma ekki fram á nýju vefsíðu Veðurstofunnar, en hægt er að sjá þá á gömlu vefsíðu Veðurstofunnar.

Hægt er að fylgjast með breytingum á leiðni í jökulám sem renna frá Mýrdalsjökli hérna. Það þarf bara að smella á eina jökulána sem er fylgst með í kringum Mýrdalsjökul og athuga stöðuna þannig, eftir það er hægt að fylgjast með stöðunni á hinum jökulánum.

Uppfærsla

Þann 24.01.2017 klukkan 11:13 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Kötlu, þessi jarðskjálfti varð á svæði þar sem minni jarðskjálftar höfðu áður átt sér stað. Síðan þessi jarðskjálfti varð hefur dregið aðeins úr jarðskjálftavirkni.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 24 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er mjög rólegt í Kötlu og ekki margir jarðskjálftar að eiga sér stað. Ég reikna ekki með að þessi rólegheit muni vara mjög lengi, þar sem þessi jarðskjálftavirkni virðist koma í púlsum. Þeir jarðskjálftar sem ég hef náð að mæla eru svokallaðir „hybrid earthquakes“, eða blandaðir jarðskjálftar (nánar hérna, USGS, á ensku). Ég veit ekki hvort að það hafa orðið einhverjir lágtíðni jarðskjálftar í Kötlu ennþá eða mjög lágtíðni jarðskjálftar. Ég reikna með að jarðskjálftavirkni haldi áfram í Kötlu.

Grein uppfærð þann 25.01.2017 klukkan 05:27 UTC.

Jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Bárðarbungu

Í dag (23.01.2017) varð jarðskjálfti með stærðina 3,9 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Bárðarbungu í nokkrar vikur núna.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir eldgosið í Holuhrauni árið 2014 – 2015.

Jarðskjálftahrinur í Kötlu

Síðan á laugardaginn 21-Janúar-2017 hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið frekar lítil og dreifð um alla öskjuna. Þetta er mjög óvenjuleg jarðskjálftavirkni í Kötlu fyrir þennan árstíma. Þær jarðskjálftahrinur sem hafa átt sér stað eru dreifðar yfir alla öskjuna og stærstu jarðskjálftinn sem hefur mælst náði eingöngu stærðinni 2,4.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er mjög óvenjuleg í Kötlu, þar sem venjulega er rólegt í jarðskjálftum á þessum árstíma og alveg fram í Júní og jafnvel fram í miðjan Júlí. Á þessum árstíma bætist í snjóinn ofan á Mýrdalsjökli og það dregur venjulega úr þeirri jarðskjálftavirkni sem er í Kötlu og snjór hefur verið að bætast við jökulinn síðan um miðan Nóvember hið minnsta, líklega aðeins fyrr þar sem það byrjar venjulega að snjóa fyrr á svæðum sem standa hærra. Jarðskjálftavirknin er ennþá í gangi, þó svo að aðeins hafi dregið úr jarðskjálftavirkninni síðustu klukkutíma.

Tvær jarðskjálftahrinur á Tjörnesbrotabeltinu

Síðustu tvo daga þá hafa verið tvær jarðskjálftahrinur í gangi á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram hingað til var með stærðina 3,0.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það má reikna með frekari jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu á næstu dögum og vikum, þar sem tiltölulega rólegt var á Tjörnesbrotabeltinu allt árið 2016.

Lítil jarðskjálftahrina sunnan við Langjökul

Föstudaginn 20-Janúar-2017 varð lítil jarðskjálftahrina sunnan við Langjökul (rétt við Prestahjúk) [Veðurstofan segir norður af Skjaldbreið, en GVP hefur ekki neinar upplýsingar um það svæði]. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 2,8.


Jarðskjálftahrinan við Prestahjúk.Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mér sýnist á öllu að jarðskjálftahrinan sé búin á þessu svæði, þar sem talverður tími er liðinn frá því að síðasti jarðskjálfti átti sér stað á þessu svæði.

Vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Þann 19-Janúar-2017 varð svo til vikuleg jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftinn þessa vikuna var með stærðina 3,5.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með frekari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu umfram það sem á sér stað venjulega núna.