Í gær (30.01.2017) var nákvæmlega ein vika síðan jarðskjálftahrina (greinin er hérna) varð í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er virkni sem er að stöðugt að endurtaka sig en það virðist hafa orðið smá breyting á virkninni undanfarið. Það virðist sem að þeir jarðskjálftar sem eru að eiga sér stað séu að vaxa í stærð en fjöldi þeirra jarðskjálfta sem verður hefur ekki aukist mikið frá því sem hefur verið. Jarðskjálftar með stærðina 4,3 færa öskjubotninn í Bárðarbungu upp um örfáa millimetra í hvert skipti og þessir millimetrar eru farnir að safnast saman. Ég veit ekki hver breytingin er vegna skorts á GPS gögnum.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Í síðustu jarðskjálftahrinu urðu eftirtaldir jarðskjálftar (í þeirri röð sem þeir urðu), jarðskjálfti með stærðina 4,3, jarðskjálfti með stærðina 4,1 og jarðskjálfti með stærðina 3,4. Dýpi þessara jarðskjálfta var annað en venjulega, dýpið var frá 9,4 til 8,3 km. Það er mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast á þessu dýpi. Það er hugsanlegt að kvika sé að brjóta sér leið upp í jarðskorpuna og búa sér þannig til nýja leið, það er einnig möguleiki á því að kvikan sé einfaldlega að ýta upp öskjunni hægt og rólega. Jarðskjálftavirkni verður þegar kvika kemur inn í Bárðarbungukerfið á miklu dýpi. Þessi virkni mun halda áfram í mjög langan tíma, hugsanlega þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu.