Djúpir jarðskjálftar í Öræfajökli

Ég hef ekki skrifað margar greinar um eldstöðina Öræfajökul. Ástæðan er sú að yfirleitt er ekki neitt að gerast í Öræfajökli og telst þessi eldstöð vera mjög róleg eins og Esjufjöll og Snæfell (austurland), en þessar eldstöðvar mynda keðju af eldstöðvum fyrir utan megin eldgosabeltið á Íslandi. Rannsóknir benda til þess að undir Öræfajökli sé brot af gömlu meginlandi sem er líklega að bráðna niður hægt og rólega (rannsóknina er hægt að lesa hérna á ensku) og hugsanlega einnig undir Esjufjöllum. Í þessari rannsókn er einnig skráð eldstöð beint austur af Esjufjöllum en ég veit ekki hvort að sú eldstöð er raunverulega til, þar sem þessi eldstöð er ekki allstaðar skráð á kort og ég hef engar upplýsingar um þessa eldstöð ef hún er raunverulega til. Ég veit ekki afhverju þetta er raunin.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli. Á þessu korti er Öræfajökull staðsettur beint suður af Grímsvötnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærðir þeirra jarðskjálfta sem urðu var aðeins 1,1 til 1,8. Það sem gerir þessa jarðskjálfta áhugaverða er að þeir benda hugsanlega til þess að eitthvað sé að fara að gerast í Öræfajökli. Mesta dýpið sem kom fram var 21,2 km (stærðin var 1,1), annars var dýpið frá 19,0 til 20,7 km. Það sem sést á óróagrafi bendir til þess að um sé að ræða jarðskjálfta sem myndast þegar kvika er að brjóta leið um í jarðskorpunni, frekar en að um sé að ræða jarðskjálfta sem tengjast jarðskorpuhreyfingum.

Jarðskjálftavirkni hófst í Öræfajökli (mjög líklega) árið 2011 en samkvæmt gögnum sem ég er með þá urðu ekki neinir jarðskjálftar árið 2012 (það þarf ekki að vera alveg rétt). Síðan þá hafa orðið nokkrir jarðskjálftar á hverju ári síðan árið 2012. Hversu langt ferlið er frá lítilli jarðskjálftavirkni þangað til að eldgos hefst er ekki þekkt vegna skorts á sögulegum gögnum. Síðustu eldgos áttu sér stað árið 1362 frá 5 Júní +-4 dagar og þangað til 15 Október +-45 dagar og síðan árið 1727 þann 3 Ágúst og þangað til 1 Maí +-30 dagar árið 1728.